Taka verður með miklum fyrirvara, allt sem kemur frá því fólki sem aðhyllist þá skoðun, að menn fari að kjósa um hitt og þetta á miðju kjörtímabili.
Ég er alfarið á móti þessu fólki, því það skylur ekki okkar lýðræði, sem eins og við öll vitum, þá fáum við að merkja við okkar flokk á fjögra ára fresti, það er nóg, hitt er einfaldlega bull og vona ég svo innilega, að við föllum aldrei niður í það að menn fari að kjósa um hitt og þetta á miðju kjörtímabili. Þeir sem eru kjörnir eru eiga að taka allar ákvarðanir sem teknar eru á kjörtímabilinu og svara svo fyrir þær þegar mætt er í kjörklefann á 4.ára fresti, þetta er mjög mikilvægt að menn skylji.
Ég vona að ég sé kanski í fyrsta sinn að tala fyrir algjörlega nýjum hlutum í íslenskri pólitík.
Er almenningur í raun og veru rétti aðilinn til þess að taka ákvarðarnir fyrir sig, fæstir setja sig í raun og veru nóg vel inn í málin til þess að teljast skoðanahæfir þannig að þeir ættu að fá að kjósa.
Er ekki rétt að krefjast þess að a.m.k að fólk sem fær að kjósa að það aðhyllist réttar og farsælar skoðanir sem eru í takt við þær skoðanir sem ríkið telur að séu farsælar fyrir landið í heild sinni.
Ísland er lítið land þar sem menn ættu að geta verið sammála um velflesta hluti, skoðanaágreyningur ætti í raun og veru ekki að vera mikill.
Mig langar að lokum að taka eitt dæmi um hvernig ég tel að þessar nýju hugmyndir mínar gætu í raun og veru breytt mjög miklu á stuttum tíma. Margir hér hafa rætt um vandamál landbúnaðarins. Það sem menn þurfa að gera er að vera tilbúnir til þess að sjá landbúnaðinn og rekstur hans í stærra ljósi. Tökum þessa bú, sameinum þau í stærri einingar, jú öll vitum við að stærri einingar eru líklegri til meiri arðsemi. Ríkið kæmi þar inní að færa búin saman, þannig að hugsanlega bændur myndu selja sitt land og rekstur til ríkisins og myndu síðan leigja þennan rekstur af ríkinu og myndu vera hluti af stærri rekstrareiningu.
Með kveðju.