- Gerir þú þér grein fyrir því hversu erfitt lífið er fyrir þá sem eru á lægstu laununum? Ég held að þið þingmenn hafið ekki NOKKRA tilfinningu fyrir því hvernig lífið er þegar maður fær ekki 120.000 + á mánuði. Hvað er langt síðan ÞÚ hefur lent á atvinnuleysisbótum???
- Veist þú að það er ekki fræðilegur möguleiki að búa einn á Íslandi? - Nema maður búi náttúrulega í einhverri pínulítilli kompu og vinni eins og asni. Eru þetta sönn íslensk lífsgæði?
- Á síðastliðnum árum hefur kapítalisminn vaxið svo gífurlega hratt að ég er hrædd um að það eigi eftir að koma sá dagur að þið munið ekki ráða neitt við neitt. Það eru ekkert nema stórverslanir, stórar hótel keðjur, stórar kjötverksmiðjur og svo framvegis út um allt, þannig að það eru oftast ekki nema 1 - 5 manneskjur sem deila með sér þessum gífurlega gróða á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að borga vinnufólki sínu LÚSALAUN!!! Kallarnir sem eiga þetta græða á tá og fingri á meðan verkamennirnir þurfa að BERJAST til þess að búa ekki í einhverjum kofa og eiga eitthvað af því góða sem lífið býður upp á.
- Mannstu hvernig var að vera í skóla?? Fannst þér gaman að vera blankur? ÞIÐ VERÐIÐ AÐ STYRKJA NÁMSMENN!! Ég veit að ég ætla ekki í háskóla því það er einfaldlega og mikið mál, maður þarf að flytjast til RVK, borga þessi “skólagjöld”, bækur, mat og leigu á þeim litlu launum sem maður fær. Þú getur EKKI ÍMYNDAÐ ÞÉR hversu mikill munur það var að fá 20.000kr frá LÍN eftir að hafa klárað hverja önn, en mér finnst að Ríkið ætti AÐ BORGA fyrir námsfúsa nemendur sem standa sig vel og ríkisskólar ÆTTU að vera ÓKEYPIS og bækur ættu að vera ÓDÝRARI!! Ég SVER ÞAÐ, bækur eru HVERGI dýrari en á Íslandi. Þvílík sæla að geta keypt sér bók í Bretlandi á 1.800kr sem kostar 6.000kr hérna heima.
- Veistu, þegar kosningarnar voru alveg að fara að skella á þá hélt ég að ég myndi ÆLA út af því sem hörðustu sjálfstæðismennirnir hérna voru að segja, eins og t.d: “Ég vil skattalækkun. Ég vil ekki vera að styrkja einhverja helvítis aumingja sem geta ekki bjargað sér sjálfir.” Fyrst þú segir að ríkið eigi svona voða mikið af peningum og þess vegna geti þið lækkað skatta, af hverju notið þið þetta tækifæri til þess að gera eitthvað betra við peningana? Mér finnst að þið ættuð frekar að lækka bókaskatta, matarskatta og afnema gjöld sem tekin eru á heilsugæslustöðvum. Þið ættuð að taka Danmörku ykkur til fyrirmyndar. Þar getur fólk bæði verið með góð laun OG fengið: ÓKEYPIS tannlæknaþjónustu fyrir börn, ókeypis heilsugæslu, ókeypis leikskóla OG ÞEIM ER BORGAÐ fyrir að vera í skóla!!
- Og ég sé að þitt plan er augljóslega að drekkja landinu í forardrullu! Hvað er búið að reysa margar virkjanir á síðastliðnum árum? Hversu mörgum ferkílómetrum af ósnortnu landi hefur verið drekkt? ÞIÐ SKULIÐ GJÖRA SVO VEL AÐ ANDSKOTAST TIL AÐ FINNA BETRI LAUSN Á ÞESSU MÁLI!!! Ísland er svo sérstakt og dásamlegt fyrir þessa yndislegu náttúrufegurð alls staðar og ef þið hafið svona óskaplegar áhyggjur af atvinnumálum, þá hefðuð þið nú alveg getað hjálpað til við ferðaþjónustuna með því að gefa bara alla þessu bönvuðu peninga sem þið ætlið áð eyða í gerð Kárahnjúkavirkjunar til styrktar ferðaþjónustu á Íslandi, gera betri aðgang að hinum og þessum stöðum eða eitthvað álíka. Ísland er alltof fallegt land til að leggja það svona í rúst. Við förum sömu helvítis leið og helvítis Kanarnir.
- Þið ættuð að setja einhverskonar lög um drykkju fólks. Víst vilja allir vera voða frjálsir og glaðir, en þú veist vel að MJÖG mörg vandamál hérna stafa af drykkju fólks… Það drekkur einfaldlega of mikið og ræður ekkert við hvað það segir og gerir. Allar þessar líkamsárásir, innbrot, gíslatökur, heimilisofbeldi, fátækt… allt þetta tengist að ÁFENGISNEYSLU fólks. Þið ættuð koma upp einhverskonar “kvótakerfi drykkjumannsins” þar sem er gatað á eitthvað spjald og maður má bara fá visst mörg göt á kortið sitt á hverjum degi… Veit ekki hvort þú skilur hvað ég er að meina… Bara svo að fólk drekki sig ekki dauðadrukkið… og þessi kort þyrftu að vera merkt manneskjunni með kennitölu og svoleiðis. Ég sver það, og ég get LOFAÐ þér því að ástandið myndi lagast heil ósköp hérna og það yrði mun öruggara að vera á gangi um Reykjavík að nóttu til….. En ég er viss um að þér lítist ekkert á þessa hugmynd, því minni áfengisneysla fólks gefur ríkinu auðvitað minni tekjur af áfengissköttum… Ríkið þarf svo mikið af peningum til að borga þingmönnum sínum laun og svoleiðis.
- Veistu að því einfaldara sem starfið er sem maður vinnur við, því mun meira fær maður borgað fyrir það. Þeir sem vinna eins og þeir væru í þrælabúðum, t.d. þrælabúðum Sláturfélags Suðurlands og vinna á lágmarkslaunum.
- Eins og Ísland er í dag, þá eru ríkir að verða ríkari og fátækir að verða fátækari. Maður á voðalega litla von ef maður eignast barn ungur, maður er dæmdur til að vera fátækur. Fáránlega hátt verð á barnafötum, fáránlegt verð á leikskólagjöldum og maður hafði ekki einu sinni möguleika á að klára framhaldsskóla svo maður þarf bara að sætta sig við láglaunastörf því Ísland er ekki eins og það var í gamla daga, núna þarf maður að læra hvaða vitleysu sem er til að fara í hvaða starf sem er. Ég er sjáf nú svo heppin að ég komst í starf þar sem venjulega þarf háskólamenntun til að komast í, en ég gat sýnt mína þekkingu, að ég gæti alveg gert þetta… en það tók sko sinn tíma. Það hefur enginn trú á manni ef maður hefur ekki gengið í skóla… EN ÞAÐ GETA ÞAÐ EKKI ALLIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! En hugsaðu þér nú… ef leikskólarnir væru nú ókeypis og ríkisskólarnir líka… þá gæti manneskja með barn léttilega farið í skóla, engar afsakanir í það skiptið - En er það svoleiðis? NEI.
- Meira um skóla… ég er engan veginn sátt við skólakerfið hérna á Íslandi. Af hverju þurfið þið að hafa það svona þveröfugt við almenn skólakerfi í heiminum? Við komum frá einu af þróuðu ríkjunum… Fólk úti fer í HÁSKÓLA þegar þau eru 18 ára og þá eru þau búin þegar þau eru um það bil 21 árs. En segjum sem svo að það sé manneskja sem tæki sér 2 ára hlé frá skóla eftir grunnskóla og langaði svo að komast í háskóla úti, þá ætti að vera réttlátt að sú manneskja þyrfti ekki að taka nema 2 ár í framhalds/menntaskóla… en veistu hvað? Við þurfum að KLÁRA framhaldsskóla til þess að komast í háskóla úti! Það myndi þýða fyrir þessa manneskju að hún kæmist ekki í háskóla úti fyrr en hún væri 22 ára, 4 árum á eftir hinum! Og þá á maður eftir 2 - 5 ár í viðbót, eftir því sem maður ætlar að læra…úff. Það sem ég er sum sé að reyna að segja, að þið ættuð nú kannski að reyna að aðlaga íslenska kerfið örlítið að evrópskum skólakerfum… Ekki beint eins og okkur sé hrósað fyrir árangur í skóla hérna á Íslandi… erum hræðilega illa menntuð í stærðfræði, getum ekki lesið okkar eigin tungumál almenniglega og fleira…. Hvað finnst þér??
- Nú veit ég ekki hvort þið hafið eitthvað með að gera hvað varðar þyngd refsingar í glæpamálum, en eitt veit ég… ef maður fær ekki nema 3 ára dóm fyrir að berja manneskju til ólífs þá myndi manneskja sem er í láglaunaSTÉTTINI ekki vera að missa af neinu ef hann/hún myndi hata einhvern út af lífinu því þessi manneskja væri að gera þessari manneskju lífið svo leitt og myndi ákveða að einfaldlega drepa þessa manneskju bara einn góðan veðurdag þegar hann væru úti á djamminu. Ef hann myndi bara berja þessa manneskju þar til hann/hún lægi dauð/ur á jörðinni og svo þegar það kemur að réttarhöldunum þá grenjar hann bara “ó, fyrirgefiði… þetta var óvart!! Ég ætlaði aldrei að drepa hann!!!” og fær þá bara 3 ára dóm því þetta var “óvart”. Eru barsmíðar “óvart”? Þarf ekki einhver að lemja manneskjuna?? Ekki gerði fórnarlambið það sjálft….
Ég vona að þessi pistill minn hafi vakið þig til einhverrar umhugsunar hvað varðar þessa blessuðu ríkisstjórn. Hún gæti staðið sig svo miklu betur.
Kveðjur,
ung kona sem vill bjarga heiminum