Núna undanfarið hefur mikið verið talað um ákveðið bréf sem Garðar Gíslason, forseti vors æðsta dómstóls, hæstaréttar, sendi frá sér. Í viðtali við Morgunblaðið segir Garðar að bréfið hafi verið sent í samráði við þá dómara sem voru í meirihluta í Öryrkjamálinu umdeilda. Var þetta rétt af Garðari að senda þetta bréf eða er þetta eitthvað tvöfalt? Einnig hefur verið mikið rætt um hversu illa hann Garðar stendur sig í þessu ábyrgðamikla starfi.