Halldór Blöndal getur skrifað eins mikið af bréfum eins og hann vill, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Hæstiréttur hefði ekki átt að svara því. Fyrst 4 af 5 dómurum sem dæmdu málið voru því mótfallnir, þá hefði Garðar átt að taka mark á þeim. Hann var s.s. þessi eini af 5 sem vildi svara Halldóri.
Þetta bréf hefur rýrt traust manna á Hæstarétti, sem mátti ekki við því eftir ásakanir Davíðs um slys og pólitíska.
Það endar með því að framkvæmdavaldið (sem fulltrúi meirihluta löggjafarvaldsins) verður búið að beygja Hæstarétt undir sig, og við fáum enga dóma nema þá sem þóknast framkvæmdavaldinu.
Við fengum reyndar sýningu í slíkri beygingu sl. vetur þegar Davíð sagði opinberlega að allt líf myndi leggjast af á þessu landi, ef gjafakvótakerfið yrði dæmt sem brot á stjórnarskrá (frændur okkar Færeyingar búa við annað kerfi, sem byggir á sóknardögum, og ekki eru þeir ennþá fluttir til Kanarí, en það er önnur saga).
Nú, ef framkvæmdavaldið er eitthvað í vafa, þá geta þeir framvegis vísað til fordæmis og fengið túlkun nokkurra (ekki allra)dómara Hæstaréttar á sínum eigin dómi….eftirá.