Það er ekki neinum í hag að landsbyggðarfólk flytji á höfuðborgarsvæðið, alls ekki gott fyrir þá sem eru þar fyrir vegna þess að þessi öra fjölgun sem er þar í gangi er að eyðileggja fyrir þeim. Það er ekki gott fyrir landsbyggðina vegna þess að þetta er eins og snjóbolti sem bætir alltaf við á sig og síðan þá minnkar þjónusta á landsbyggðinni þegar það fækkar sem verður til þess að fleiri flytja = Vítahringur.
Við þurfum eitthvað sem hvetur fyrirtæki til að vera á landsbyggðinni, eitthvað sem hvetur ungt fólk sem er búið að mennta sig til að snúa aftur. Ég trúi því staðfastlega að þetta myndi bæta hag allra landsmanna.
Einnig er ég hlynntur því að hækka skatta á hátekjufólk, ég hef verið að hugsa mikið um þetta vegna öryrkjamálsins. Það er alltaf verið að benda á að öryrkjarnir sem eru í sambúð/hjónabandi séu með frekar tekjuháa maka en það sem fólk virðist ekki gera sér grein fyrir er að þetta gefur ekki rétta mynd af málinu: Þeir öryrkjar sem hafa ekki efni á að verða fyrir þessarri tekjuskerðingu ganga bara ekki í hjónaband, skrá sig ekki í sambúð og hafa jafnvel skilið við maka til að halda í þessa litlu peninga sem þeir hafa. Þetta segir mér að svona tekjutenging gengur ekki upp og hefur greinilega bara eyðilagt fyrir þeim sem minnst mega sín.
Skattkerfið er gallað, þeir sem eiga mest geta komið sér frá því að borga og eru á eyðslufylliríi sem gerir viðskiptajöfnuð við útlönd óhagstæðan sem mun náttúrulega koma niður á þjóðinni í framtíðinni en þessum jeppaköllum finnst það allt í lagi vegna þess að það er litla fólkið sem verður fyrir barðinu á öllu, er það sanngjarnt?
<A href="