Tekjutenging verður að vera jafnt yfir alla,
það er ekki hægt að taka einn hóp út og segja
að sá hópur eigi ekki að vera með neina
tekjutengingu. Það væri hins vegar meiriháttar
umbreyting á ísl. þjóðlífi og pólitík ef það
ætti að framkvæma slíkt og til hins verra fyrir
alla, við byggjum stoðkerfið sem heitir almanna-
tryggingar á jöfnun tekna allra án þess að loka
alfarið á tækifæri hins almenna borgara til að
afla meiri tekna en næsti maður, það er grund-
vallaratriði þessa þjóðfélags.
Ef einhverjir voru með stæla í kringum þetta mál
þá voru það stjórnarandstæðingar. Þeir nýta
vissulega tækifærið til að berja á stjórninni sem
er gott og blessað en fara offari í stað þess að
koma með einhver haldbær rök. Alvörusvipurinn á
Össurri et al í Mbl. einn daginn var beinlínis
hlægilegur og grátlegur í senn (e. pathetic) og
ekki bætti um þegar hann fór mjög halloka í
umræðum á móti Halldóri Farmsóknarmanni í RÚV
eitt kvöldið - þá hlýtur Össur að vera slappari
en ég hélt.
Mistökin hér eru að Hæstiréttur segir að þetta
sé stjórnaskrárbrot _án þess_ að tilgreina hvar
mörkin liggi. Við búum í þjóðfélagi þar sem
jöfnun er lögð á þegnanna í formi alls kyns
skatta og tekjutengingum o.s.frv. og þeir hljóta
að hafa miðað við einhvern punkt eða mörk. Ef
ekki þá hljóta þeir hafa miðað við eitthvað
tilfinningalegt og þá er illa komið fyrir þessum
hæsta dómi þjóðarinnar. Það eina sem þessi dómur
gerði var að staðfesta mitt álit á þessum rétti
sem var ekki mikill fyrir.
Niðurstaðan er sú að Stjórnin og Alþingi þurfa
að reyna að finna þessi mörk og það er bara hægt
með lögum - að afnema tekjutenginguna er ekki
möguleiki því þá væri komið fordæmi sem allir
myndu vilja fylgja, barnabætur, vaxtabætur
o.s.frv.
Garðar hefur barist ötullega fyrir sínu fólki en
mér finnst hann berjast á vitlausum vígstöðvum.
Hann er hér að berjast fyrir auknum tekjum aðila
sem _mest_ mega sín af öryrkjum, ekki þeim 75%
sem fá áfram sínar lúsartekjur, ég held að þeir
ættu að taka sig til og skamma eða reka Garðar
fyrir að berjast ekki fyrir þá… að ég tali ekki
um mistökin með Forseta Íslands. Ólafur hefur
alltaf stutt minnimáttar og haft góða sýn á hvað
er réttlætismál og mun alltaf styðja öryrkja.
Hins vegar hefur Garðar með sínum aðgerðum
þverbundið hendur Ólafs sem er enn ólíklegri en
áður til að styðja við þá opinberlega þar sem
það mun ekki vera álitið frá honum sjálfum komið
heldur undir þrýstingi.
Svona sem lokaorð þá er ég alveg hlessa á hvernig
pressan hefur látið með Dabba undanfarið - hann
hefur ekki hagað sér á neinn hátt öðruvísi en
áður en samt er allt sem hann segir blásið upp
sem einhver skapbrestur eða illgirni í ákveðna
þjóðfélagshópa. Dabbi hefur unnið vel fyrir
þjóðina, hann er ákveðinn og lætur heyra í sér
og sinni skoðun, og tekur ákvarðanir sem láta
hlutina gerast, ekki eitthvað meðalmennsku-
kjaftæði. Ef eitthvað er mætti kalla þessa aðför
skipulagða og illgirnislega og er örugglega
andstætt við lög - en við lifum jú því miður
við mikla meðalmennsku í pressunni þannig að
það er ekki við öðru að búast.