Varnarmál-atvinnumál Íslands í krísu.
Gerir fólk sér allmennt grein fyrir hvað alvarlegt ástand blasir við varðandi hugsanlegan brottflutning flughers BNA frá Keflavík ?
Það myndu líklega fleiri missa vinnuna en munu koma til með að vinna við álverið í Reyðarfirði og að auki myndi björgunarsveit flughersins fara og e.h. hundruð milljónir við viðhald Keflavíkurflugvallar leggjast á Íslendinga.
Ég er hræddur um að Halldór verið að fara að herða sultarólina í Utanríkisráðneytinu og endurskoða veislusalina í sendiráðum Íslands og fara að huga t.d. að auka þyrlukost Landhelgisgæslunnar. Hann og fleiri ráðamenn tala fjálglega um varnarþörf Íslands, en auðvitað er þetta fyrst og fremst peninga og atvinnumál og þeir eru skíthræddir við einhliða aðgerðir BNA, en það er ekki nýlunda þaðan uppá síðkastið.
Dóra og Davíð finnst þeir líklega illa sviknir af Bush, eftir að hafa verið á lista “hinna staðföstu” og eiga betra skilið, en upp á síðkastið virðast BNA menn ekki telja sig þurfa bandamenn, og er ég “kanasleikjann” eins og margir hér telja mig, að verða nokkuð þreittur á einleikjum þeirra á heimssviðinu. Það er vonandi að Kanarnir losi sig við Bush stjórnina sem fyrst.
En varðandi veru Varnarliðsins hér, þá hefur aldrei farið hátt hve við höfum, þó minnkandi sem betur fer, verið háð Kananum á Miðnesheiði. Vinstrimenn sem komust í stjórn sáu þetta fljótlega og þessvegna var öllum plönum um að reka herinn stungið undir stól þegar þeir komust í stjórn. Hvaða stjórnmálamaður vildi vera ábyrgur fyrir lokun stærsta vinnustaðar landsins ?
Ef Bandaríska varnarmálaráðneytið hefur sitt fram, með flutningi flughersins brott frá Keflavík, blasir við hrikalegt ástand á Suðurnesjum, verður ekki bara að senda alla vinnufæra menn þaðan til Kárahnjúka í stað innfluttra verkamanna ?