Ég fór í smá ferðalag í dag og fékk að kynnast því hvernig það er að vinna einn dag í sveitinni. Það sem kom mér á óvart var ekki skítalyktin, vinnan né þreytan sem var að fara með mig eftir aðeins eins dags vinnu. Það sem kom mér á óvart var hvað allt virtist snúast um styrki. Bændurnir töluðu ekki um annað en að ef þeir gerðu einn skurð þarna þá fengju þeir styrk og ef þeir gerðu þetta eða hitt þá kæmi styrkur.
Ég fór því að velta því fyrir mér afhverju þeir virtust ekki gera hlutina fyrir sjálafa sig heldur einigis til að fá styrk. Það sem síðar kom í ljós var að styrkir voru eitt af því sem var að drepa sveitina því enginn virtist gera nokkuð nema fá styrk og yfirleit voru þetta frekar ómerkilegir hlutir sem ekki virtust þjóna neinum tilgangi. Í kjölfarið fór ég að velta því fryrir mér hvað málið væri með styrki hér á landi.
það fyrsta sem kom í huga mér var hvað er styrkur og ég komst að því að styrkur er yfirleitt fjárhagsaðstoð sem getur birst í ýmsum myndum, s.s. í formi greiðslu tiltekinnar peningaupphæðar, vinnuframlags, útvegun á húsnæði eða jafnvel í tækjabúnaði og annarri aðstöðu
Efttir að hafa gruskað svolítið í þessu þá komst ég að því að hið opinbera notar styrki til að reyna að kalla fram jákvæð ytri áhrif.
En styrkir hafa oft verið og eru mjög umdeildir. Menn greinir t.d. á um það hverja eigi að styrkja, fyrir hvaða viðleitni, hversu mikið og í hvaða formi. Síðast en ekki síst deila menn um það hvort það eigi að vera hlutverk opinberra aðila að gera upp á milli einstaklinga og stétta, og starfa þeirra og viðleitni.
Gera verður ráð fyrir að styrkir séu oftast veittir með eitthvað tiltekið markmið í huga. Opinberir styrkir byggja oftast á almennari markmiðum en styrkir einstaklinga og fyrirtækja. Ástæðan er líklega sú að opinberir aðilar telja sig hafa efni á því,- og líta jafnvel á það sem hlutverk sitt,- að ná fram almennum, ,,jákvæðum’’ markmiðum á löngu tímabili, á meðan einstaklingar og fyriræki hafa yfirleitt sértækari markmið og skilvirkari styrki í huga.
Nokkur dæmi um opinberra styrki eru styrkir til landbúnaðar, menningar og rannsókna.
Til að gera sér grein fyrir því hversu umdeildir þessir styrkir eru, er rétt að líta lauslega yfir bæði sjónarmið.
Yfirlýst markmið landbúnaðarstyrkja hér á landi hefur verið að viðhalda íslenskum landbúnaði og sporna við fólksflótta úr sveitum. Stuðningsmenn styrkjanna hafa auk þess oft haldið því fram að styrkir til bænda geri séttinni kleyft að selja landbúnaðarvörur á lægra verði en ella. Andstæðingar styrkjanna hafa hins vegar bent á að neytendur séu yfirleitt einnig skattgreiðendur og hafi því greitt fyrir vörurnar í styrkjaformi áður en þeir greiði fyrir vöruna við kassann. Þeir hafa einnig bent á að það form landbúnaðar, sem nýtur ríkisstyrkja, standi ekki undir sér og að aðrar greinar landbúnaðarins eins og svína- og alifuglarækt nái að lifa ágætu lífi. Fjölmargir hagfræðingar hafa bent á að beingreiðslukerfið letji menn til að hagræða og ná þeirri framleiðni sem til þarf til að standa undir sér.
En svo eru það mennigarstyrkir sem eru ekki síður umdeilanlegir. Markmið þeirra er mér persónulega hulið. En fylgendur þeirra hafa oft haldið því fram að hér sé verið að hlúa að menningar starfi í landinu og að það eigi eftir að skila sér í blómlegri menningarstarfsemi hjá þjóðinni og þar með líklega aukinni hamingju einstaklinganna.
Auk þess hafa margir bent á að við getum ekki kallað okkur þjóð ef hér sé engin hámenning. Hér er verið að ganga að því vísu að tiltekin listastarfssemi hafi í för með sér jákvæða líðan, a.m.k. fyrir listamanninn sjálfan og þá sem njóta hans listar. Það er vægast sagt álitamál sem erfitt getur verið að rökstyðja. En jafnvel þó menn gefi sér slíka forsendu, eiga þeir eftir að svara því til, hvaða listastarfssemi eigi að styrkja og hverja ekki. Og enn má spyrja: Hverjir eiga að taka ákvarðanir um slíkt?
En styrkir eru ekki einungis veittir af opinberum aðilum. Ýmsir fjársterkir aðilar og fyrirtæki veita einstaklingum og félagasamtökum styrki af ýmsu tagi. Grundvallar munurinn á slíkum styrkjum og þeim opinberu, fellst að sjálfsögðu í því að styrkir einkaaðilanna eru greiddir af styrkveitandanum, á meðan opinberir styrkir eru greiddir með skattpeningum(nauðungagjöldum). Deilur um styrki frá einkaaðilum eru því, eðli málsins samkvæmt, mun sjaldgæfari en deilur um opinbera styrki. Því vaknar óneitanlega sú spurning hvort ekki eigi að takmarka opinbera styrki eða sleppa þeim yfir höfuð.