Hefur einhver tekið eftir því að æ fleiri heilsufarsleg vandamál virðast hrjá landsmenn en nokkru sinni fyrr ?
Vandamál sem þó er hægt að leysa annaðhvort með meðferð eða pillum, sem framleiddar eru í massavís.

Hvoru tveggja meðferðirnar og pillurnar kosta mikla peninga, sem stjórnmálamenn reyna að útdeila að ráðum þeirra er leggja til lausnir þessar en aðili sá er stendur skil á heilbrigðisþjónustu í landinu Landlæknisembættið sinnir jafnframt eftirlitshlutverki gæða allra, veitanda sem notanda, í fjárfrekasta málaflokki þessa samfélags.

Þar sem skiplag hins opinbera samanstendur af mismunandi rekstareiningum á sviði þjónustu við almenning, þar sem annars vegar er um að ræða launaða heilsugæsuþjónustu og hins vegar sérfræðinga í einkarekstri er hafa samninga við Tryggingastofnun
þá er erfitt að fylgjast með því hvort sjúklingurinn hafi þegið mikið af læknisráðum með leitan beint til sérfræðings áður en hann fór til heimilislæknisins eða öfugt.

Hve mikið af pillum ávísaði hvor um sig ?

Má taka þessar pillur samtímis ?

Hvers vegna tala þeir ekki saman um úrræði þótt starfi í sama kerfi ?

Þessar spurningar eru uppi á borði í okkar heilbrigðiskerfi sem annars staðar hjá vestrænum þjóðum sem vilja reyna að stuðla að auknu heilbrigði og spara skattpeninga.

Samvinna og samhæfing þar sem hægri höndin veit hvað sú vinstri sýslar við er spurning um skynsemi og siðvitund gagnvart samfélagslegri ábyrgð.

Heilbrigðiskerfið íslenzka er risavaxið fyrirbæri sem fyrir löngu
hefði átt að vera búið að framkvæma eitt stykki “ operation ” á, hvað varðar skilvirkni við notkunar skattpeninga sem og gæða þjónustu að hluta til.

Nýrra stjórnmálamanna bíður því mikið verkefni til úrlausnar
á þessu sviði þar sem stjórnun og flokkun forgangsverkefna á sviði
þjónustu við heilbrigði landsmanna allra, að teknu tilliti til skattgreiðslna og nýtingar þeirra hinna sömu tekna, mun án efa njóta mun frekari skoðunar en verið hefur hingað til.

með góðri kveðju.

gmaria.