Ég er einn af þeim sem vilja vernda náttúru Íslands þegar ástæða þykir til, en þegar er farið að tala um Eyjabakka þá hugsa ég með hrolli til þess svæðis og hvað það yrði Íslandi til mikils sóma ef svæðinu yrði sökt, þá fyrst færu ferðamenn að flykkjast þangað.
Mig langar að segja frá sögu sem ég heyrði að maður nokkur var að vinna síðasta sumar sem Skálavörður í nágrenni Eyjabakka, þegar þangað kom maður frá Reykjavík(þeir eru margir hverjir harðastir í því að fá umhverfismat á svæðið) en hann hafði einmitt skrifað nafn sitt á undirskriftarlista til stuðnings umhverfismati án þess að hafa nokkrusinni barið svæðið augum. Hann kom semsagt þangað og spurði skálavörðinn hvar þessir frægu Eyjabakkar væru, og vörðurinn vísaði honum þangað… … u.þ.b. tveimur klukkustundum síðar koma maðurinn til baka og segði hreinlega ,,er þetta svæðið sem fólk vill vernda??? Það ætti að sökkva þessu öllu ég sé ekki einn blett hérna sem ætti að vera fyrir ofan vatnsyfirborðið\" Þessi saga er sönn.
En ef fólk hefur virkilega gaman af því að sjá ekkert nema mold og grjót á mörg hundruð hektara svæði þá eru margir fleiri staðir á hálendi Íslands sem bjóða uppá það. En ef virkjun verður sett á Eyjabakka þá á það eftir að snúa þróuninni við þannig að fólk fer að flytja frá höfuðborgarsvæðinu og útá land… veitir svosem ekki af þar sem stór Reykjavíkur svæðið er að verða búið að sprengja utan af sér allt byggingaland. Það ætti frekar að krefjast lögformlegs umhverfismats áður en byggingar eru leyfðar í næsta nágrenni Reykjavíkur, það er miklu fallegra svæði… Og hvernig stendur á því að allar myndir sem maður sér af Eyjabökkum eru af nákvæmlega sama svæðinu??? allir af ena smá svæðinu á Eyjabökkum þar sem er grænt…