Topp 10 listinn yfir vitlausustu framkvæmdir landans
Ég sá góða grein um daginn í hinu ágæta (og síbatnadi) blaði EuroBusiness um framkvæmdir opinberra aðila. Greinina skrifaði Dani sem hafði rannsakað opinberar framkvæmdir og sá að oftast var kostaður vanmetinn og tekjur ofmetnar. Dæmi um þetta eru til dæmis Ermasundsgöngin og óperuhúsið í Sidney.
Greinarhöfundur sér lítinn mun á því að hagræða tölunum þannig að framkvæmd sem er óhagstæð líti út fyrir að vera hagkvæm og bókhaldsflipp a la Enron.
Ég sá síðan í mogganum frétt um áhugahóp fyrir jarðgöngum til Vestmanneyja. Án efa kemur síðan skýrsla um hversu hagkvæmur þessi framkvæmt er fyrir þjóðfélagið…
1. Perlan. Veitingastaður fyrir nokkra miljarða. Say no more.
2. Jarðgöng á vestfjörðum. Óumdeilanlega mjög óhagkvæmar framkvæmdir fyrir þjóðfélagið.
3. Flugstöðin. Ha, hvað er að henni spyr nú einhver. Allir búnir að gleyma að framkvæmdin var mjög dýr á sínum tíma og án efa hefði verið hægt að komast af með ódýrari kost.
4. Núverandi stalin-style “atvinnuskapandi” vegaframkvæmdir. Miljörðum eytt í vegaframkvæmdir og á sama tíma er sagt að skattalækkanir “séu ekki tímabærar” vegna þensluáhrifa?!!
5. Ráðhúsið. Fokdýrt hús en dýralífið í tjörninni dafnar þó enn þrátt fyrir fullyrðingar um annað…
6. Endurbætur á rvk flugvelli.
7. Menningarhúsin hanns Tómasar Inga. Á bara ekki að redda málunum á raufarhöfn með “atvinnuskapandi” menningarhúsi.
8. Tónlistarhúsið. Ekki tekin ákvörðun um það enn sem betur fer. Sem skattborgara mun ég láta mér nægja að borga fyrir vitleisuna ef af verður. Ég er ómenningaleg bíó-týpa.
9. (fill in the blank)
10. (fill in the blank)
Það eru alltaf til einhverjir sem segja að þessar framkvæmdir “séu svo mikilvægar” eða “mydirðu vilja vera án þessarar byggingar/styttu/brúar/jarðganga/kyrkju/menningarseturs ”. Hmm, hver vildi ekki vera án perlunnar þótt engin vilji borga fyrir að byggja hana (allir borguðu þó óspurðir via skatta).
Það er nú þannig að ef fjármagn er tekið í eina framkvæmd þá er ekki til fjármagn í einhverja aðra framkvæmd (sem oft er hagkvæmari). Minnismerkið verður til staðar um fjölda ára en hagkvæma framkvæmdin ekki því jú, hún var ekki framkvæmd.
Það sem ræður fyrst og fremst hvaða framkvæmdir verða fyrir valinu er hversu öflugir hagsmunaaðilar standa þar að baki. Ekki þjóðhagslegt gildi framkvæmdarinnar.