Ég ætla í sjálfu sér að hafa þetta langt heldur langar mér að velta hér upp hugsanlegum breytingum á stjórn Reykjavíkurborgar. Þessar breytingar gætu orðið, hugsanlega strax með haustinu. Ólafur F. Magnússon sagði í viðtali í sjónvarpinu í gær að það væru miklir brestir í Reykjavíkurlistanum, það er reyndar eitthvað sem ég held að við öllum skynjum. Hann sagði að nú þegar Björn Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins væri orðinn dóms og kirkjumálaráðherra þá kæmi Vilhjálmur inn í hans stað. Það myndi auka líkurnar á að þessi breyting gæti orðið strax í haust vegna vinskapar Alfreðs og Vilhjálms.
Ég held að ef þetta reynist vera rétt spá hjá Ólafi F. Magnússyni þá held ég að vænta megi jákvæðra breytinga í rekstri Reykjavíkurborgar. Einnig eins og Ólafur sagði myndu felast í þessu ákveðnir möguleikar fyrir Frjálslynda flokkinn að komast meira til áhrifa innan Reykjavíkurborgar.
Í sama viðtalstíma (sjónvarpinu)var rætt við Stefán Jón Hafstein og er hann var spurður út í þetta þá fannst mér ég skynja smá taugaveiklun í svari hans, hugsanlega er hann aðeins farinn að gera sér grein fyrir því að hann er á leið í minnihluta með haustinu, hann reyndi að bera sig mannalega en tókst frekar illa.
Ef þetta verður niðurstaðan þá held ég að það verði til mikilla farsæla fyrir Reykvíkinga.
Með þessu opnast líka möguleiki fyrir Dag B. Eggertsson að ganga í vinstri flokkinn og styðja Ingjibjörgu Sólrúnu í hennar baráttu á næstu mán. að taka við formannsembætti af Össuri Skarphéðinssyni. M.a hefur hefur einn varaþingmaður vinstra flokksins Samfylkingarinnar lýst því yfir að hún komist ekki hjá því að taka við flokknum í haust.