Lyssia
Mér var ekki sama hefði Ingibjörg, sejgum, verið kosin á þing og bæði verið borgarstjóri og forsætisráðherra - sérstaklega ekki þar sem hún sagði að það væri hættulegt að hafa sama valdið við stjórn í Rvk og landinu.
Ingibjörg gaf loforð um að a) hún mundi sitja út enda kjörtímabilsins, og b) að hún ætlaði ekki í þingframboð að ári (en þá voru þessar þingkosningar að ári.)
Ég er Sjálfstæðisstelpa og hef aldrei verið hrædd við Ingibjörgu. Ég er ekki hrædd við jafn lygna, svikula og undirförla konu og hún er. En nú get ég hvorki svarað fyrir flokkssystkini mín, né fólk í VG eða Framsókn.
Rétt er það, að Framsókn hefði ekki mikið fylgi, væri einungis verið að kjósa einn flokk en ekki þrjá. En sú er ekki raunin, R-listinn skiptist jafnt á milli flokkanna, og ekki er hægt að segja hvað Framsókn hefði fengið, þar sem það kom aldrei í ljós.
Ég vorkenni grey Össuri. Hann hefur verið formaður flokksins, og var formaður hans þegar fylgið fór hækkandi (Já, það gerðist áður en upphlaupið með Ingibjörgu varð til; kannski er hún ekki almáttug eftir allt saman?) en samt á hann bara að víkja eins og hvert annað drasl, því nú á tími Ingibjargar víst að vera komin.
Mér fannst athyglisvert að eftir kosningarnar, þegar nb komið var á hreint að Ingibjörg var ekki inni, þá mætti hún samt í “eftir-kosningar” umræður. HÚN VAR EKKI EINU SINNI ÞINGMAÐUR.
Ég held að R-listinn eigi ekki eftir að springa. Ég, sem hægri sinnuð og meðlimur í Heimdalli, ætla ekki að setja út á Þórólf þó að ég sé ósammála honum í mörgu, ef ekki flestu.
Munurinn á honum og Ingibjörgu er nefnilega meiri en bara kynfærin - hann lýgur ekki, hann svíkur ekki og hann lítur ekki á sig sem hinn nýja Messías.
Kveðja,
Eyrún
Laufa
Eins og ég sagði við einhvern annan hérna þá hef ég ekki mikið fylgst með ISG og er því ekki hæf í að reyna að ræða hana eða hennar gjörðir.
Ég þekki bara þetta eina mál og þar er ég gjörsamlega ósammála að hún hafi ekki mátt gera þetta ef þetta hvar hennar vilji.
(hélt reyndar að einstaklingshyggjan í sjálfstæðismönnum ætti að gera það sama)
Og varaðndi orð ISG, þessi sem alltaf er verið að vitna í, þá fylgdist ég mjög vel með öllum fjölmiðlum fyrir borgarstjórnarkosningar og ALLTAF þegar ISG var spurð um þingframboð þá orðaði hún það einhvernvegin þannig að hún ætlaði að sitja áfram sem Borgarstjóri og myndi ekki hætta því, henni tókst alltaf semsagt að sleppa við að svara hvort hún myndi fara á þing líka.
Það var svo ekki fyrr en á kosninganóttinni, þegar hún var orðin viss um sigur að hún sagði þessi frægu orð sem hafa verið notuð endalaust á móti henni, þ.e. það er ekki fyrr en EFTIR að húnv ar búin að vinna að hún sagði að hún færi ekki í þingframboð.
Sem voru vanhugsuð orð í sigurvímu (og kanski áfengisvímu) og það er öllum sama um þau nema þeir sem tapa atkvæðum á þessu.
Fólk getur sagt ýmislegt í hugsunarleysi.
Guðni Ágústson sagði víst einhverntíman á þingi að það þyrfti að fækka öldruðum. Eigum við ekki öll að ráðast á hann og kalla hann nasista ? Hann hlýtur að hafa verið að meina að það þurfi að drepa aldraða því það sé svo dýrt að halda þeim uppi.
ISG skyldi samt eftir fórnalömb með því skipta um skoðun, flestir sem voru ekki sjálfstæðismenn, heldur hinir í borgarsamstarfinu, svo ég myndi frekar vilja sjá hatursumræður um ISG frá VG eða Framsókn.
p.s.
Hvernig geturðu ákveðið strax að þú sért ósammála Þórólfi, hann er nú varla byrjaður að sína skoðanir sínar og þar sem hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum sem framkvæmdastjóri hjá Tal - einu flottasta og best heppnaðasta fyrirtæki síðari tíma þá held ég að fólk ætti að geta treyst honum í þessu starfi.
0
Lyssia
Hún sagði einnig, fyrir kosningarnar '98, að R-listinn mundi ekki hækka álögur eða skatta á Reykvíkinga. Tveimur dögum eftir kosningarnar varð til nýr skattur, holræsaskatturinn. Aðspurð sagði Ingibjörg “Maður lofar nú ekki skattahækkunum fyrir kosningar!”.
Þó að Ingibjörg hefði verið í sigurvímu, áfengisvímu og eiturlyfjavímu, hefði hún sem borgarstjóri reykvínga ekki átt að láta loforð falla sem hún ætlaði ekki að standa við. Reyndar sagði hún að hún ætlaði ekki í þingframboð tveimur vikum áður en sprengjan sprakk.
Guðni Ágústsson er stórskrítinn kall. Reyndar hef ég ekki hugmyndu m hvað hann gæti hafa verið að meina og ætla ekki að verja þessi orð hans, en mér finnst þetta samt dáldið fyndið ;)
Eyrún
ps. Ég veit að skoðanir Þórólfs eru mest svipaðar Samfylkingarskoðununm, en það sem hann hefur mest gert sem borgarstjóri er að verja gjörðir R-listans. Með því minnkar álit mitt á honum. Annars er ég sammála með TAL og var meðal annars með TAL þangað til að fyrirtækið og Vodafone kom á klakann.
0