Bozi.
Í tæp tvö ár hefi ég öðru hvoru hér á huga rætt
um “ sameign þjóðarinnar ” og það kerfi er kallast kvótakerfi sjávarútvegs á Íslandi en væri nær að nefna kerfi fjármagnsumsýslu með ÓVEIDDAN fisk úr sjó í fyrsta lagi og í öðru lagi kerfi óréttlátra úthlutunarreglna sem ALDREI til þessa dags hafa lotið svo mikið sem endurskoðun af hálfu sitjandi stjórnvalda allan þennan tíma er kerfi sem er þjóðhagslega óhagkvæmt.
Úthlutunareglur við upptöku þessa kerfis.
Þriggja ára veiðireynsla var lögð til grundvallar úthlutunar aflaheimilda til handa útgerðaraðilum.
Skipti þá engu máli hvort viðkomandi útgerðarmenn er þá störfuðu við þessa atvinnugrein þessi ár höfðu ef til vill þurft að taka skip sín upp í slipp til viðgerða, ellegar kynnu að hafa lent í
veikindum eða einhverra hluta vegna veiddu minna þessi þrjú ár en árin þar á undan.
ENGIN áfrýjunarnefnd eða endurskoðum var sett á fót í kjölfar einhliða ákvarðana stjórnvalda þess efnis að færa þeim er mest höfðu veitt þrjú ár á síðustu öld ævarandi rétt til að hafa með höndum
veiðiheimildir þessar.
Sömu aðferðafræði var beitt við upptöku kvótakerfis í landbúnaði þ.e. hvað varðar mjólkurframleiðslu, engin áfrýjun um endurskoðun ákvarðana til handa borgurum er einhverra hluta vegna framleiddu minna þessi þrjú ár.
Það er því ENGIN tilviljun að enn þann dag í dag skulu 80% þjóðarinnar vera á móti fiskveiðistjórnunarkerfinu hér á landi, því þeir ráðstjórnartilburðir og endurskoðunarleysi ákvarðanatöku var og er þess valdandi að ekki grær um heilt hjá þeim fjölmörgu er urðu fyrir barðinu á þessum aðferðum í báðum aðalatvinnuvegakerfum þjóðarinnar.
HVERGI annars staðar í stjórnkerfinu hér á landi er að finna slíkt endurskoðunarleysi ákvarðanatöku og réttur þegnanna til endurupptöku stjórnvaldsákvarðana margfalt meiri lagalega séð.
Sala veiðileyfa á Norður- Atlantshafi.
Það atriði að stjórnmálamönnum skyldi detta það í hug að leyfa fyrirtækjum að framselja og LEIGJA aflaheimildir eftir að fyrirtækjum hafði verið heimiluð innkoma á nýtilkominn hlutabréfamarkað með ósætti vegna endurskoðunarleysis upphaflegra úthlutunarreglna er ótrúlegt andvaraleysi kjörinna leiðtoga á þingi.
Þeim hinum sömu mátti nefnilega vera ljóst hvað slíkt orsakaði varðandi tilfærslu atvinnutækifæra landshluta á milli og rýrnun uppbyggðra verðmæta
fyrir skattfé almennings um land allt.
Í stað þess að viðurkenna þessi mistök og reyna að feta sig út úr þeim hafa “ misvitrir fræðimenn ” verið fengnir til liðs við hagræðingarhjal í tíma og ótíma, um hina ýmsu þætti sem þeir hinir sömu hafa með fullri virðingu fyrir þeim, ekki nokkurt einasta vit á.
Sala á aflaheimildum á óveiddum fiski úr sjó innifelur nefnilega svo marga óvissuþætti að verð á slíku er ekki fyrir nokkurn einasta mann að inna af hendi, þar sem til dæmist ekki er tekið mið af því hvort veiðarfærin sem notuð eru hafi áhrif á stærð fiskistofnana, eða reglurnar skipi mönnum að koma með staðlaða stærð af fiski að landi. ( en henda hinu, en sú hefur verið raunin )
Olíuverð í heiminum, veður og vindar, til sjósóknar allt óvissuþættir sem nú í dag hafa orsakað það að fiskur er munaðarvara til handa neytendum hér á landi vegna þess að verðið er svo hátt á kílói af fiski og fiskneysla því dregist saman.
Fyrirtækjunum hefur verið leyft að flytja fisk út án þess að landa á markaði.
Til hvers var þá verið að setja á fót markaði ?
Stóru útgerðinar hér á landi eiga að versla með aflaheimildir sín á milli eins og þær vilja þangað til það kemur í ljós að engin er hagræðingin lengur en þær hinar sömu eiga ekki að byggja afkomu sína á því að gera smábátasjómenn að leiguliðum eins og verið hefur.
Þess vegna þarf að að skilja á milli eftir stærð fiskiskipaflotans og mismunandi forsendna rekstrareininga sem fara einfaldlega ekki saman.
Enginn stjórnmálaflokkur í framboði nema Frjálslyndi flokkurinn var með tillögur uppi um þetta atriði þar sem fiskveiðstjórnunarkerfinu var skipt sundur í aðskilda útgerðarflokka sem er eina leiðin út úr þeim ógöngum sem núverandi kerfi er til handa þjóðinni, og búið hefur til brú milli ríkra og fátækra í þessu landi.
Enginn.
Sökum þess tvöfaldaði sá flokkur þingmannatölu sína og það get ég sagt þér að Magnús Þór veit nákvæmlega hvað þarf að gera og hefur vitað það lengi og það var ekki fyrr en að sá hinn sami hafði kvikmyndað brottkast á ÍSLANDSMIÐUM, að stjórnvöld þ.e þingmenn stjórnar “ smíðuðu ” reglugerð er heimilaði að 5% meðafli mætti koma að landi, þ.e. ekki þyrfti að henda hinu.
EFTIR ÖLL ÞESSI ár þurfti kvikmynd til þess að menn opnuðu augun fyrir því sem sjómenn höfðu verið að benda á lengi, lengi, lengi.
Skuldsetning útgerðarfyrirtækja sem fengu upp í hendur væagst sagt sérstaka markaðsaðstöðu í þessu efni ER og VERÐUR á ábyrgð þeirra sem þar koma að málum varðandi fjárfestingar hvers konar í því umhverfi sem þeir hinir sömu starfa í í dag
eðli máls samkvæmt.
Sjómenn almennt, hafa engan hag að núverandi kerfi og þau skilaboð sem þeir gáfu með tvöföldum þingmanna Frjálslynda flokksins eru skilaboð sem
óhætt er að taka mark á.
kveðja.
gmaria.
Það er margt og mikið sem ég hef út á að setja í þessari grein, sem er þó alls ekki alslæm, hún er einfaldlega ýkt og tekur bara fyrir gallana, alveg eins og hjá þeim sem er með kerfinu. Flestir eru sammála um að upphaflega úthlutunin var ekki vel heppnuð, það er hins vegar ekkert sem fæst út á það að svekkja sig út af því. Kerfið er í dag og því skal ekki breyta með neinum látum, það er einfaldlega of mikið í húfi til að láta einhverja kalla sem urðu undir í kerfinu setja allt á hvolf. Staðreyndin er nefnilega sú að á sl. 5 árum hefur greinin skilað 1-4% hagnaði, sem er nýtt í íslenskum sjávarútvegi. Það muna flestir menn sem fæddir eru fyrir dauða Elvis að útgerðinni var bjargað trekk í trekk með gengisfellingum og öðrum viðbjóði. Í dag stendur þessi grein á eigin fótum, skilar hagnaði og framþróunin er merkileg og ánægjuleg. Það er nú líka þannig að við erum að selja nánast allar okkar fiskafurðir erlendis í samkeppni við aðrar þjóðir and make no mistake, við erum sko langt því frá einhverjir risar á þeim markaði. Og þær þjóðir sem við keppum við eru notabene ríkisstyrktar í flestum tilvikum. Hvað kemur þetta kvótakerfinu við? Jú það sem gerst hefur með tilkomu kerfisins er að ákveðnar blokkir hafa risið sem styrkir samningastöðu okkar gegnvart fiskkaupendum erlendis, sem vissulega afar mikilvægt.
Þetta er allt gott og blessað í mínum huga, enn gallarnir eru langt því frá horfnir þaðan. Það sem mér finnst vera forgangsatriði er að auka veiðiskylduna, loka á leiguframsalið og takmarka mikið ágang toggara sem eru að trolla í kálgörðunum, það er einfaldlega ekki þeirra vettvangur. Ég hef asnalega mikið um þetta að segja, enn verð að hætta í bili, enn bæti því þó við að á meðan það er ljóst að þetta er takmörkuð auðlind verða alltaf einhverjir ósáttir
Kveðja Pedrosinn
0
Pedros.
Hvaða munur er á fjárfestingum lífeyrissjóða landsmanna í núverandi sjávarútvegsfyrirtækjum eða beinum ríkisstyrkjum ?
Í sumum sjóðum hafa framkvæmdastjórar sjóðanna einnig átt setu í stjórnum útgerðarfyrirtækjanna eins og ekkert sé.
Sá sem GREIÐIR í sjóði þessa hefur ekki einu sinni atkvæðisrétt um hvernig því fjármagni er varið á má jafnvel lúta því að um tap á hans eigin fé sé að ræða.
Sá hinn sami er alla jafna EKKI hluthafi í útgerðarfyrirtækjunum.
1-4 % hagnaður í sjávarútvegi síðustu 5 ár af 20 árum, með öllum þeim hagræðingartilburðum sem núverandi kerfi hefur gumað af er ekki að skila sér vegna offjárfestinga og lélegrar nýtingar
stórveiðiskipa miðað við minni einingar sem skila mun meiri nýtingu og þar með meiri verðmætum í þjóðarbúið.
Það er nefnilega hrávinnsla að flytja óunnin verðmæti úr landi líkt og á sér stað með fiskútflutningi í gámum á erlenda markaði,
hrávinnsla í stað úrvinnslu heima fyrir.
Aðeins það eitt að salta fiskinn svo ekki sé minnst á aðrar þær aðferðir sem til eru, eykur verðmætasköpun afurða til muna.
Það er hneisa til þess að vita að hjá einni þjóð að meðan hluti landsmanna lifir á atvinnuleysisbótum séu atvinnutækifæri við úrvinnslu á verðmætum flutt út í gámum.
kv.
gmaria.
0
Sæl(l) gmaria.
Ég verð nú að fá að svara þessu með lífeyrissjóðina. Það er að sjálfsögðu stór munur á fjárfestingum lífeyrissjóða í sjávarútvegsf.t. og beinum styrkjum. L.s. eru einfaldlega að fjárfesta í þeim f.t. sem og öðrum til að auka sína eigin veltu í þágu félagsmanna sinna. Það eru að sjálfsögðu óeðlilegt ef það eru sömu menn við stjórnvölinn hjá sjóðunum og f.t. Það er hins vegar spilling sem ætti að vera auðvelt að drepa niður og kemur fiskveiðistjórnunnarkerfinu ekkert við.
Mér þýkir það vera gamaldags hugsunnarháttur að halda að stórskipaflotinn sé verri enn gamla góða smábátaútgerðin, það er einfaldlega ekki þannig. Af hverju eru menn að standa í því að kaupa sér fokdýr og stór skip ef það er minni hagnaður af þeim en af smábátaflotanum? Af hverju eru þessir aðilar að sífellt að stækka og sífellt að skila af sér mjög vænlegum ársreikningum? Einfaldlega vegna þess að þetta er að skila sér og vel gengur. Ég fæ heldur engann botn í það hvers vegna þessi skip eru með verri nýtingu heldur en aðrir!
Hins vegar er ég alveg sammála þér hvað gámaútflutning varðar. Reyndar held ég að það myndi ekki skila sér í minna atvinnuleysi að miklu ráði, enn það er lágmarkskrafa að mönnum sé gefinn kostur á að bjóða í aflann til vinnslu. Ég bendi nú samt á það að það er ekki nóg að salta og vinna allan fisk, það verður líka að geta selt hann. Ófáir menn hafa kvartað mikið yfir t.d. bræðslu á síld í stað vinnslu, en staðreyndin er hins vegar sú að það verður einhver að kaupa hana.
Eitt að lokum, það hefur mikið verið talað um að þetta kerfi hafi eyðilagt atvinnumöguleika fólks á landsbyggðinni og þá sérstaklega á vestfjörðum. Það má vel vera að það hafi þónokkrir misst vinnuna vegna þessa, en það sem ég skil ekki er af hverju það sé gríðarlegt magn af erlendu vinnuafli á þessu svæði. Ég er ekki að tala ílla um þetta fólk, alls ekki, en ef fjölmargt íslenskt fiskvinnslufólk gengur atvinnulaust á þessu svæði, af hverju er þá verið að fá fólk utan úr heimi í þessi störf. Dæmi um það er Súgandafjörður þar sem meira enn helmingur fiskvinnslufólks er erlennt. Ég held einfaldlega að ungt íslenskt fólk hafi mikið minni áhuga á þessum störfum heldur enn áður, það vill hafa mikla þjónustu í kringum sig og hana er að finna á mölinni.
Kveðja, ég
0