Sameign Þjóðarinnar er mjög einfalt orðasamband tveggja orða. Myndað af nafnorðinu sameign og eignarfallseinkunninni þjóðarinnar.

Fiskurinn í sjónum hefur ávallt verið kallaður sameign þjóðarinnar. Hversu mikið kjaftæði er það? Jafn mikið og það er ekki. Fiskveiðikerfi Íslands er líka eitthvað flóknasta fyrirbæri sem til er.

Saga Kvótakerfisins

Kvótakerfið var sett á laggirnar um 84 ef ég man rétt. Hugmyndin var góð og kvótakerfið á pappírum er fullkomið. Þá fengu þeir sem áttu skip úthlutaðan kvóta til þess að veiða.
Með árunum var framsalið leift sem gengur einfaldlega út á það að hluthafar kvótans geta selt hann. Hugmyndin bakvið þetta var líka mjög sniðug. Með þessu gat Jón sem veiðir þorsk látið Jónas fá humarkvótann sinn og öfugt. Á þessu myndu allir græða.
En því miður klikkaði þetta. Stór fyrirtæki fóru að kaupa upp kvótann og menn gátu orðið leigt kvótann, setið á rassinum og talið peningana sína á meðan aðrir veiddu hann.
Staðan núna er einföld. Kvótinn, sameign þjóðarinnar, kemst alltaf í færri hendur. Þessir menn hafa það flestir mjög gott.

Kostir og gallar kerfisins

Eins og áður hefur komið fram eru gallar kvótakerfisins nokkuð margir, kvótinn er ekki sameign þjóðarinnar og fáir menn sitja orðið um miðinn okkar.
Kostir kerfisins eru samt svo miklu meiri. Ekkert kerfi er að skila meiri peningum inní þjóðfélagið. Þrátt fyrir að fá fyrirtæki sitja yfir mestum kvótanum haldast þau þó “stapíl” og þola högg sem verða vegna veiðibresta sem eru ekki ófáir. Þetta veldur því að fleira fólk heldur vinnu sinni og verg landsframleiðsla og nýting vinnuaflans er meiri.

Hvaða aðrar leiðir eru í boði?

Það er ekki ósjaldan sem sagt er útí bæ: “Það þarf breytingar”. Auðvitað þarf breytingar, það þarf alltaf að breyta, en ef þú spyrð saman manninn hvað skuli gera er fátt um svör. Það er einfaldlega enginn betri leið.
Frjálslyndir hafa benst á sóknardagakerfi Færeyinga sem er falleg hugmynd en gengur ekki upp. Ef sjómenn fengju nokkra daga til að veiða myndu þeir nýta þessa daga til að veiða eins mikið og fara mjög ódrengilega af því. Það er staðreynd.
Ungir samfylkingarmenn hafa hinsvegar tekið þetta á fyndnu típunni og fóru að veiða út á tjörn. Þeir veiddu ekki neitt. Þarna voru þeir að sýna fram á að enginn nýsköpun væri í sjávarútvegi. Hvaða ætluðu þeir að gera, ekki veit ég það og þeir vita það enn síður.

Það sem ég skil ekki heldur í máli samfylkingarmanna er það að nýsköpun á öðrum sviðum er alveg jafn lítil. Það er lang einfaldast að komast inní skipaútgerð. Þú kaupir þér skip og kvóta og þú ert kominn inn. Að stofna búðarkeðju er til dæmis miklu erfiðara þar sem þú kaupir ekki sölukvóta. Af hverju berjast þeir ekki fyrir því líka?

Breytingar á kerfinu má ekki bitna á sjómönumm.

Það er staðreynd að stærsti hluti þeirra sem eiga allan kvótann eru að veiða hann sjálfir. Þessir menn byrjuðu veiðarnar löngu áður en kvótakerfið kom á og fyrir þá var þetta kvótakerfi aukaatriði. Eina sem skipti þá máli var að veiða fisk. Þessir menn væru moldríkir þrátt fyrir að kvótakerfið hefði ekki komið á. Þessir menn voru bara heppnir.

Það eru einmitt þessi umtalaði hópur sem hefur skilað þjóðarbúinu meira en nokkur annar hópur. Þetta eru mennirnir sem kláruðu stýrimannaskólann stoltir á árunum 1950 - 1965.


Niðurstöður

Það er vaninn að koma með niðurstöður í ritgerðum. Þar er tekinn besti kosturinn og einfaldlega sagt af hverju ætti að taka hann. En vandamálið er að égh ef ekki enn komist að niðurstöðu og það hafa fáir gert.
Það er staðreynd að þetta kerfi þarf að laga, það veit ég, Magnús Þór og Davíð Oddsson en við vitum ekki hvað skal gera. Ef við tökum kvótann af stóru útgerðunum erum við að tala um stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar þar sem flest þessara fyrirtækja eru skuldug uppfyrir haus og eru rétt að byrja að bjarga sér núna.

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að enda þessa ritgerð, en mér hefur fundist vanta málefnalega umræðu um kvótakerfið hér á spjallinu. Þess vegna hvet ég menn til að reyna að segja eitthvað sniðugt.

Gleðilegt sumar og njótið vel.

Kveðja,
Bjarni