Nú er það orðið morgunljóst að ríkisstjórnarflokkarnir tveir framsókn og sjálfstæðis eru velferðaflokkar fyrirtækjanna. Boðuð skattalækkun þeirra virðist ekki eiga að hafa annan tilgang en sem útspil atvinnurekenda í komandi kosningum, eða nokkurn vegin með orðum forsætisráðherra: “Skattalækkanir verða ákveðnar nánar í sambandi við kjarasamninga”. Þannig ætlar ríkisvaldið að greiða niður laun landsmanna. Tromp sem launagreiðendur hafa uppi í erminni við komandi kjarasamninga, til að halda launum niðri.
Samkvæmt ráðleggingum Seðlabankans og annarra ráðgjafa á fjármálamarkaðnum þá verður ríkisvaldið að draga úr útgjöldum samfara skattalækkun. Sem varla þýðir annað en samdráttur í velferðamálum einstaklinga.
Já, það er munur að hafa einstaklinga í stjórn sem niðurgreiða laun landsmanna.
M.