<div style=“font-family:verdana;width:500px”>
<b>ATH: Þessi grein er ekkert nema kaldhæðni og endurspeglar því ekki endilega skoðanir mínar.</b>
<p>
Ég sit hér á laugaveginum og horfi yfir borgina og ég velti fyrir því fyrir mér hversu lítil hún virðist.
<br>
Fuglarnir fljúga yfir höfnina og augu mín berast í átt til eyjanna í flóanum og ég hugsa með mér,
væri ekki upplagt að byggja á þessu svæði.
</p>
<p>
Á stuttum tíma þróar heili minn þessa hugmynd lengra áfram og ég sé fyrir mér glæstar landfyllingar,
brýr og smá poll í kringum Viðey svo hún geti haldið nafni sínu.
Já, glæstar landfyllingar sem næðu alla leið að kjalarnesi og myndu innlima Mossfellsbæ í Reykjavík,
og gera Hvítá að Thames Reykjavíkur.
</p>
<p>
Já þetta er glæsileg sýn, og jafnvel mætti henda einsog einum flugvelli þarna eitthversstaðar á landfyllingu,
landfyllingu sem í raun væri byggð á svæði þar sem sandur hefur verið numinn af Björgun HF undanfarna áratugi.
<br>
Það væri því upplagt að brjóta niður gömul hreysi og henda þeim aftur í þessa fyllingu.
</p>
<p>
Það væri t.d mjög sniðugt að byrja á því að ráðast á Hátúnið, ég meina, þessir öryrkjar eru hvort eð er rándýrir í resktri fyrir
þjóðarbúið og best að bara úthýsa þeim öllum með tölu,
enda erum við að fara að borga þeim svo mikla peninga að þeir ættu auðveldlega,
samkvæmt skoðunum Davíðs og félaga, að geta keypt sér nýjar glæsivillur á landfyllingunni,
og stutt væri fyrir þá að haltra eða rúlla á flugvöllin þar sem þeir gætu aukið viðskiptahalla
landans um nokkra milljarða, jafnvel alla þá milljarða sem ríkiskassin er að dæla í þá.
</p>
<p>
Já, það er greinilegt að búið er að finna sakamennina sem eru að orsaka þetta gengistap á krónunni nýlega.<br>
</p>
<p>
Nú, ef ekki myndi verða fyllt í botn Faxaflóans,
þá væri hægt að gera margt sniðugt með því að byggja brú til Engeyjar.
<br>
Hægt væri þá að spara velferðarkerfinu skyldinginn með því að einfaldlega
senda allan félagsíbúðarpakkann þangað, og já, jafnvel öryrkjana líka.
Af því myndi skapast mikil hagræðing, t.a.m<br>
<ul>
<li>Afbrot og erfið ungmenni væru á einu svæði</li>
<li>Ekki þyrfti öflugt gatnakerfi þar, fólk hefði ekki efni á því að reka bíl</li>
<li>Ef of dýrt yrði að reka velferðarkerfið, væri einfaldlega bara hægt að skrúfa fyrir vatnið
og loka brúnni.</li>
<li>Öll verslun og þjónusta kæmi í gegnum internetið.</li>
<li>Afnot af samskiptakerfinu væru seld til eins aðila.</li>
<li>Ef þörf væri á, væri hægt að lýsa forsetisráðherra einræðisherra yfir eyjunni,
gera eyjuna sjálfstæða, og þarmeð væri ekki hægt að brjóta nein stjórnarskráarákvæði.</li>
</ul>
Líkt og þú lesandi góður ættir að geta séð núna, þá er þetta upplagt fyrirkomulag fyrir óæskilega íslendinga,
og held ég því að við ættum að ráðast í framkvæmdir sem fyrst, og jafnvel selja hlut af þessu svæði síðan til útlendinga,
svona til þess að fá peninga inn í hagkerfið og losna við ýmsar óæskilegar skuldir og erfiða og dýra þætti í rekstri ríkisins!
<br>
</div