Ég er nú ekki á því að Ingibjörg hafi verið að gera sér upp yfirlið, enda staðfesta læknar að blóðþrýstingur hafi verið mjög hár við komu á spítala…þetta eru óþarfa dylgjur.
Hitt er svo annað mál að Ingibjörg er ekki fyrsta manneskjan sem ofreynir sig við vinnu, það ættu menn að vita sem búa í landi þar sem menn varla geta lifað öðruvísi en að vinna myrkranna á milli. Það að vera búa til eitthvað ,,drama" í kringum þetta bara vegna þess að manneskjan er þekkt, finnst mér hálf-sorglegt. Það góða við þetta er auðvitað að nú er hægt að benda á ljóslifandi dæmi þegar rætt er um þörfina á að vinnuvika verði stytt og menn geti farið að lifa af einni vinnu!
Það skal tekið fram að ég hef ekkert persónulega á móti konunni, vona að hún nái sér og allt það, en hún fær enga sérstaka samúð frá mér umfram aðra sem daglega eru að keyra sig út á yfirvinnu.
Kveðja.