Svo virðist sem framkvæmdavaldinu hafi ekki verið fengið það vald í hendur til þess sinna því hlutverki sem því er þó ætlað að gegna lögum samkvæmt, hvað varðar framkvæmd kosninga samkvæmt nýsettri kosningalöggjöf.

Með öðrum orðum Alþingi þarf að skera úr um hvort taka beri tillit til atriða sem einstakir flokkar hafa við framkvæmd kosninga að athuga, svo sem ósk um endurtalningu, og mats á samræmingu millum kjörstjórna í kjördæmum um gild atkvæði og ógild.

Ljóst er að utankjörfundur hjá Sýslumönnum landsins á kjördag, þýddi ákveðið magn atkvæða er komast þurfti til talningar í viðkomandi kjördæmum sama dag, þar sem vegalengdir ná yfir hálft landið á stundum samkvæmt núverandi kjördæmaskipan.

Þótt sú viðtekna venja hafi skapast að láta flokka sjá um að koma atkvæðum þeim greiddum á talningarstaði þá skiptir það all verulegu máli hvort nægilegt er að leggja inn slík atkvæði á einn kjörstað í kjördæmi ellegar kjördeild þar sem viðkomandi hefði átt að kjósa í, samkvæmt lögheimili.

Mismunur þessa er til dæmis Borgarnes og Ísafjörður í Norðvesturkjördæmi og Keflavík og Djúpavogur í Suðurkjördæmi þar sem ferðalag milli þeirra staða með atkvæði, nær varla tímamörkum fyrir lokun kjörstaða ef flokkast skal í kjördeildir, eins og
framkvæmdaaðilar hafa að virðist gefið upplýsingar um.

Möguleg ógilding atkvæða sökum slikrar handvammar við framkvæmd,
nýrrar kosningalöggjafar , er óviðunandi og í raun skerðing á þeim mannréttindum manna til þess að kjósa sér fulltrúa á þing, sem einnig hefur áhrif á vægi atkvæða til handa einstökum flokkum sem og niðurstöðu kosninga.

Tilgangur þess að jafna atkvæðavægi, landsmanna allra fellur um sjálft sig þegar einn flokkur hefur mun fleiri kjósendur á bak við sig en aðrir flokkar, bak við hvern kjörinn þingmann ekki hvað síst þegar sá flokkur er ekki sá flokkur er hlaut flest atkvæði
flokka í framboði.

Hvet ykkur endilega til þess að skoða þessi mál.

með góðri kveðju.

gmaria.