Topp 10 listinn yfir heimskar stofnanir
1. Byggðastofnun. Þverstæða: Af hverju er þetta furðuframsóknarfyrirbæri eina stofnunin sem ekki hefur verið rætt að flytja út á land? Tilgangur: Koma með tillögur, skýrslur og hugmyndir um hvað er gott að gera allt út á landi.
2. Borgarfræðastofnun (aka, borgarfræðaSETUR). Alveg bráðnauðsinlegt fyrirbæri. Þjóðfélagið gæti ekki fúnkerað án þess… http://www.borg.hi.is/
3. RUV. Tilgangur: Óljós eftir að fjölmiðlafrelsi var aukið um árið. Framsókn vill ekki selja, einkavæða eða selja eignir í brotajárn. Efni: Booring…
4. Forsetaembættið. Ég mætti ekki í ammælið. Sem skattborgara lét ég mér nægja að borga fyrir dæmið. Ég meina, hvenær get ég aftur sagst hafa borgað brúsann fyrir 200 manna flottheita-ammælisveislu?
5. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Hvernig gat hún …
6. Menningarhúsin út á landi sem Tómas Ingi standsetti fyrir kosningar.
7. Jafnréttisnefnd RVK: Bara einn kallmaður. Hvílíkt jafnrétti… http://www.rvk.is/default.asp?cat_id=120
8. Umhverfisráðuneytið. Uppeldistöð ungra merkikertis-stjórnmálamanna sem langar voða mikið að verða fosrsætisráðherra. Tilgangur: Kvabba reglulega yfir…bara einhverju
9. Samtök iðnaðarins. Fá fullt af skattpeningum og nöldra. http://www.si.is/
10. Lýðheilsustofnun. Tilgangur: Koma reglulega í fréttatíma rúv og leggja til sælgætisskatta. Kostur: Panta sér aldrei pítsur í hádeginu á kostnað skattborgara.