Það var kominn tími á að frumvarp um þetta efni yrði lagt fyrir Alþingi. Það eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum. þeir eru Vilhjálmur Egilsson, Pétur Blöndal, Ásta Möller, Árni R. Árnason og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Frumvarpið er ekki takmarkað við bjór og léttvín eins og hugsanlega hefði getað talist eðlilegt fyrsta skref, heldur er skrefið stigið til fulls og engar tegundir áfengis undanskyldar. Eina takmörkunin í frumvarpinu er miðað við hillupláss í þeim verslunum sem munu hugsanlega bjóða fram þessa þjónustu og er miðað við 5% af hilluplássi verslana. Þetta er gert til að sérhæfðar vínbúðir skjóti ekki upp kollinum útum allt.
Fyrir byggðarlög þar sem ÁTVR er ekki breytir þetta heilmiklu og allt aðgengi að áfengi verður mun betra.
Þetta er ekkert nema sjálfsagt að mínu mati. Svona forræðishyggju á að sleppa í nútímaþjóðfélagi. Borgarar eiga að fá að velja sjálfir hvar þeir kaupa áfengið sitt og allir sem aldur hafa til eiga að hafa aðgengi að því. Í flestum löndum heims telst ekkert nema sjálfsagt að hægt sé að kaupa léttvín í matvöruverslunum.
Eins og áður sagði þá var löngu kominn tími á þetta frumvarp og fagna ég því mjög að það sé komið í umræður á Alþingi.
Hægt er að lesa allt frumvarpið á: http://www.althingi.is/altext/126/s/0640.html
Nóg í bili…
Xavier
P.S. Nafn Péturs Blöndal féll óvart niður skv. viðtali við Vilhjálm Egilsson í Ísland í bítið í morgun.