4 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt það fyrir Alþingi að færa léttvínssölu og bjórsölu í matvöruverslanir eins og tíðkast í öllum siðmenntuðum þjóðum. Þó svo að ég sé mikill bindindismaður þá tel ég að þetta sé skref í rétta átt.
Ég er hjartanlega sammála. Þetta er löngu orðið tímabært, það að geta ekki keypt sér léttvín nema í einhverjum sérvöldum verslunum er út í hött og ég hef hingað til ekki séð neinn sannfærandi rökstuðning fyrir því að það ætti ekki að leyfa léttvíns- og bjórsölu í matvöruverslunum þannig að þetta er bara gott mál. Nú er bara að vona að þetta gangi í gegn!
Þá ætti innbrot í búðir að aukast og meiri SÁÁ ætti þá að fyllast af fólki. Og þyrfti að auka fjármagn sem getur ekki verið hægt ef þeir geta ekki aukið ellilífeyri.
hver mundi brjóstast inn í 10-11 til að stela bjór? þetta er ekki þriðjaheims ríki hjerna á klakanum. ef að 10-11 ætlar að selja léttfengi þá er það líka bara þeirra mál að auka öryggisgæsluna.
Pínu saga: Fimm unglingar sirka 14 ára unglingar labba inn í ríkið. við vitum endann … þeim er kastað út að sjálfsögðu (nema verkamaðurinn væri blindur…yeah right).
Önnur saga: Fimm unglingar labba inn í 10-11 ca.14 ára. Vinnumenn skipta sér ekki að þeim. Þessir strákar löbbuðu út með viskí. Þessir unglingar enduðu sem fyllibyttur og dóu um tvítugt.
Takið eftir að þessi saga er ekki sönn en er góð dæmisaga.
Þótt að þú takir þetta sem bull skulum við ekki leggja ófæð á hvorn annan.
Með bjórinn er það algjör vítahringur. Málið er að Ríkið selur þetta á margföldu verði. Sjálfur er ég ungur og ég drekk ekki. En fyrir þá sem eru NÓGU GAMLIR til að drekka bjór er ofurverðið algjört kjaftæði. En er það ekki mikil áhætta að ef við seljum áfengi í Matvöruverslunum t.d með að unglingar steli þessu.
Ég held að hugsunarháttur þessarar týpu af unglingum (numnuts) er þannig: “Hví að hringja í landasala meðan við getum stolið þessu í 10-11”
Ef við ætlum að selja áfengi í Matvöruverslunum þá verðu við að hafa í sérdeild með glervegg og í það minnsta 2 öryggisverði á staðnum.
Já takk. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér hvurslags hálfvitagangur þetta er. Er þá ekki rétt að selja sígarettur bara í átvr ef þessu verður ekki breitt.
Það er orðið löngu tímabært að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Þessar vörur eru leyfðar alveg eins og sígarettur. Afhverju ætti ekki að leyfa þær í hillum verslana eins og sígarettur.
já það verður náttúrulega ekkert mál að stela þessu úr búðunum. bjórin verður geymdur einhversstaðar inní horni þar sem engin sér til en ekki í kæli bakvið afgreiðsluborð. ;) eins og þú veist þá eru sígarettur og nammi (það sem krakkar með klístraða putta sækjast í) alltaf geymt sem næst afgreiðsluborðum.
Er einhver í alvörunni að reyna að hada því fram að það sé ströng öryggisgæsla í ríkinu? 16 ára unglingar hafa labbað inn í ríkið og út aftur með haldapoka fulla af bjór og borgað meira segja með debetkortinu sínu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..