1 kjördæmi
Ég hef orðið var við að hér og víðar talar fólk um að það eigi að gera landi að einu kjördæmi mig langar að varpa hér fram kostum og göllum þess í mínum huga. Kostir: allir eru með 1 atkvæði einfald er að skilja kerfið og ekki kemur upp á að menn lendi út og inn á kosninganótt(mér fynst nú reyndar gaman að þessum þætti). Gallar eru þeir stæðstir að ekki verður auðvelt að stilla upp á slíka lista miklar líkar eru á að prókjör yrðu ekki viðhöfð flokkarinr vildu ekki að einfaldur meirihluti gæti stett t.d Reykjvíkinga í 30 efstu sætinn. Þetta gerir það að verku að flokksræðið verður meira. Eins fyndist mér að hætta væri á að alþingismenn færðust frá kjósendum mundu einbeita sér meira að flokkmönnum. Ef landið hefði verið eitt kjördæmi nú í kosingum hefðu löngu fyrir kosningar verið ljóst að t.d sjálstæðisflokkur ætti örugga 20 þingmenn. Núverandi kerfi gefur fólki betra tækifæri á að segja álit sitt á einstökum frambjóðendum. ´Mín niðurstaða er því sú að betra er að vera með nokkur kjördæmi og jöfnunarmenn til að tryggja jaöfnuð milli flokka þetta gerir núverandi kerfi hinsvegar er spuring sem hægt er að varpa hér fram hvort væri hægt að láta jöfnunarmenn færast á milli kjördæma til að tryggja betur jafnvægi á milli landshluta. Enn eitt að lokum hvað ættum við Íslendiar að hafa mikil áhrif innan ESB ef við gengum þar inn einhvertíman ef 1 maður 1 atkvæði ætti við í ESB?