Eins og allir vita þá er verið að ræða frumvarp ríksstjórnarinar um almenntryggjar og má búast við að það verði umræða fram á nótt á Alþingi. En það hlýtur að vera rosa mikið álag á Íngibjörgu og rakst ég á þessa frétt


Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræðir hér við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Halldór hleypur í skarðið fyrir hana í umræðunni um öryrkjafrumvarpið.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur verið lögð inn á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi og verður þar í nótt og jafnvel fram að helgi til rannsóknar. Hún fékk aðsvif þegar fréttamaður Sjónvarpsins tók við hana viðtal í beinni útsendingu frá Alþingi í fréttatíma klukkan 19 í kvöld. Hætt var við útsendinguna meðan Ingibjörg var að jafna sig.

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við RÚV að Ingibjörgu liði vel, en að hún þyrfti að hvíla sig. “Hún leggur afskaplega hart að sér og hlífir sér hvergi og það er því miður að koma fram núna,” sagði Halldór, sem hleypur í hennar skarð í umræðunum um öryrkjafrumvarpið á Alþingi.

Bara til fróðleiks tekið af mbl.is
kveðja
duris
Duris