Ég held að það sé nokkuð ljóst að ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðis muni sitja næstu 4 árin. En þetta verða erfið ár, svona eins og dauðateygjur. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa frami fyrir kreppu og óvíst hversu öflugur hann verður að loknu kjörtímabilinu. Flokkurinn skorar þetta lágt, þrátt fyrir að vera með sinn öflugasta leiðtoga um áratugi, hvað gerist þá eftir 4 ár? Stjórnarsetan er ekki fýsileg fyrir flokkinn, en stjórnarandstaða ekki heldur. Flokkurinn hefur ekki lengur yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum, hann verður að taka tillit til annarra sjónarmiða.

Framsókn stendur hins vegar með pálmann í höndunum. Flokkurinn hefur um tvo raunhæfa tveggjaflokka stjórn að ræða. Samstarf með Samfylkingunni hlýtur að vera spennandi fyrir flokkinn. Þótt sú stjórn hafi eingöngu einn yfir í meirihluta þá nyti hún stuðning VG og/eða Frjálslyndra til allra meginmáli. Ekki endilega sömu mála, en í öllum megin átakamálum hefði slík stjórn nokkuð öruggan þingmeirihluta. Auðvitað yrði að semja um málin við stjórnarandstöðu. Þetta munstur gæti því orðið nokkuð farsælt, en kostaði nokkuð samningsþóf. Stjórnarandstöðuflokkarnir, Frjálslyndir og VG myndu njóta sín vel.

Reyndar má segja það sama um stjórn Sjálfstæðis og Framsóknar. Það þyrfti ekki nema 3 stjórnarþingmenn til að fella stjórnarmál með sameinaðri stjórnarandstöðu. Hafa má það í huga að þingmenn Vestfirðinga í stjórninni eru 3. Þingmenn sem hafa talað fyrir endurskoðun á kvótakerfinu og verið helstu gagnrýnendur þess innan sinna flokka. Það má vera að með þessum tæpa mun verði hægt að þrýsta fram raunhæfum breytingum á kvótakerfinu sem sátt verður um. Með sameinuðum styrk stjórnarandstöðunnar sem vill raunverulegar breytingar, í einni eða annarri mynd, og stjórnarþingmönnum Vestfirðinga verður kannski hægt að þrýsta á um raunverulegar umræður. Forysta Sjálfstæðisflokksins getur ekki þagað málið í hel, eða sett fram málamyndunartillögur.

Sama á við um Evrópumálinn. Sameinaður styrkur Samfylkingarinnar og Framsóknar, auk Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum, gerir það að verkum að það er möguleiki, að Evrópumálin verða raunverulega á dagskrá á næsta kjörtímabili.

Úrslist kosningana hafa því þann stóra kost að yfirburðir valdhafanna eru ekki algjörir. Þeir geta ekki hunsað vilja stjórnarandstöðunnar, heldur verða þeir að sækja styrk sinn til hennar.

Algjört kverkatak Sjálfstæðisflokksins á þjóðinni hefur því verið brotið á bak aftur. Ef flokkurinn skynjar ekki sinn vitjunartíma á þessu kjörtímabili, verður hann væntanlega orðinn að rjúkandi rúst við lok tímabilsins.

M.