Já, ég hef fylgst nokkuð vel með öryrkjamálinu.
Það sem fylgismenn stjórnarinnar virðast alltaf rulgast og setja samansem merki milli dómsins sjálfs og túlkunar briddsfélaga Davíðs (Jón Steinars og Baldurs (& Co.)) á dómnum.
Þarna er um tvo aðskilda hluti að ræða, enda reyndi briddsnefndin að túlka dóminn eins þröngt og mögulegt var, án þess að eiga á hættu að ganga í berhögg við vilja réttarins. Engu að síður eigum við eftir að sjá lögsóknir á ný vegna þessa sama máls, og gott ef að þessi lög sem nú er verið að setja verða ekki hrakin þá.
“Hefur einhver frá þeirri samrottun komið með einhverja lausn á málinu aðra en þá að ríkistjórning eigi að framfylgja dómnum?
Svarið er NEI”
Þetta er afar skrítin setning, en er greinarhöfundur að segja okkur að það sé HÆGT að fara aðra leið en að framfylgja dómnum? Auðvitað er engin önnur leið fær, og því fer “samrottunin” ekki að leggja til aðra leið. Greinarhöfundi ætti ekki að vera hissa á þessu.
“vei ekki betur en að nokkrir af samfylkingar pakkinu hafi verið í ríkisstjórn þegar þessi lög voru endurskoðuð 93 eða 94 þó svo að lögin séu eldgömul”
Mikið rétt lögin um tekjutryggingu maka voru sett fyrst 1994, en núgildandi lög, sem hæstiréttur felldi úr gildi voru sett 1998, í tíð núverandi ríkisstjórnar. Össur, þá verandi í forsvari fyrir heilbrigðisnefnd Alþingis, að mig minnir, benti á áður en lögin voru sett 1998 að þau brytu líklegast í bága við mannréttindasamþykktir. Ekki var hlustað á hann þá, og því fáum við þennan dóm Hæstaréttar anno 2000.
“Þið samfylkingarhyski komið þið með einhverja snilldarlausn á þessu máli ef þið þorið þá að taka einhverja afstöðu aðra en lofthænan hann össur(verð að vera með skítkast fyrst þessi umræða er komin á þetta plan).”
Ég veit ekki til þess að 80% þjóðarinnar sé í Samfylkingunni, en það er sá hluti þjóðarinnar sem er óánægður með framgöngu ríkisstjórnarinnar í þessu tiltekna máli. En ef greinarhöfundur lítur á þennan hluta þjóðarinnar sem “samfylkingarhyski”, þá er það hans mál.
Einnig finnst mér athyglisverð afsökun fyrir skítkasti að benda á að aðrir geri slíkt hið sama. Það er enginn afsökun. Enda er ekki hægt að taka slíkt fólk alvarlega (þegar rökin þrjóta taka svívirðingar við), og mun ég ekki gera það heldur, þó ég ómaki mig við að svara þessari grein.
Ég vona að ég hafi ekki skotið greinarhöfund á kaf með þessum fáeinu orðum í belg umræðunnar.
Bouclie