Núna eru framundan örugglega mest spennandi Alþingiskosningar frá byrjun!
Samfylkingin hafa unnið mikið á Sjálfstæðisflokkinn og samkvæmt seinustu könnun gallups sem ég sá, þá er ríkisstjórnin fallinn.. en það sem mig langaði að segja að það yrði hrikalegt.
Eitt skil ég ekki, hvað fólk aðhyllist hana Ingibjörgu Sólrúnu.. ókei það kann að vera að hún hafi stjórnað borginni vel, en mér finnst það ekki. Það er alltaf verið að tala um að hvað hún sé búinn að bæta jafnrétti kynjanna í borginni. Jáh.. einmitt, eina sem hún hefur gert er það að hún réð allar bestu vinkonusínar og nokkrar æskuvinkonur sínar í stöðurnar.
Maður sem ég þekkji, vinnur við borgina, og hef ég heyrt hann tala um hvað það sé erfitt að fá hluti í gegn í borginni.. því að þar sé allt fullt af ómenntuðum kvenmönnum sem fengu starf sitt gegnum vinskap.
Ókei ég er ekki að segja að það sé ekkert þannig í ríkisstjórninni, en þeir eru ekki að monta sig af röngum forsendum.
Því miður er ég ekki með kosningarrétt þar sem ég hef mjög sterkar skoðanir á þessum málum, en ég ákvað að koma mínu hérna á framfæri, þar sem mig býður nokkurnveginn við því hvað stuðningur við Samfylkinguna er mikill.
Fleimi mig hver sem er, en ef við pælum aðeins í þessu sem þeir eru búnir að vera að gera undanfarið.. um daginn sögðu þeir að Ingibjörg Sólrún fengi sæti inni á þingi sama þótt hún komist ekki inn í venjulegum kosningum.. ókei hinkrum aðeins. Ef hún fær ekki inn samkvæmt fylgi, þá er hún ekki með umboð fólksins í landinu að sinna starfi sem alþingismaður, hvað þá forsætisráðherra. Og ef Samfylkingarfólkið ætlar að koma henni framhjá því, þá er verið að svíkja lýðræðið í landinu sem Samfylkingarfólk er oft að tala um.
Svo er annað sem mér fannst nú bara snilld.. það var að Stefán Jón Hafsteinn, einn manna innan Samfylkingarinnar, sýndi það og sannaði hversu mikil ljóska hann er.. hann sagði að það væri sniðugt að bjóða kvótann út í útlöndum.. HEY SJÁVARÚTVEGURINN OKKAR ER 80% AF ÞJÓÐARTEKJUM.. GEFUM ÚTLENDINGUM ÞAÐ.
Hann var náttúrulega skotinn strax í kaf af fólki sem er í sama flokki hann sem og af fólki sem er ekki með honum í flokk.
Síðan er verið að tala um hvað Sjálfstæðismenn séu slæmir við litla og fátæka manninn. Ég get nú alveg verið sammála því, en það má alltaf bæta. Og ætla þeir að lækka eitthvern eignarskatt á þeim, svipað og Samfylkingin ætlar að gera. En það sem Samfylkingarmenn vilja gera, er að hækka skatta á efnuðu fólki, og dreifa því á þá sem minna mega sín.
Ókei það er fullt af duglegu fátæku fólki, en alltaf er til óduglegt fátækt fólk og það er bara verið að gefa því undir rassinn ef þetta verður gert. Þannig ef þú ert duglegur athafnamaður sem átt að eiga mikinn pening, þá er flest tekið af þér.. og kannski sett undir rassinn á lötum fátæklingi. En eflaust gæti það líka farið undir rassinn á harðduglegum fátæklingi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt landinu frábærlega í 12 ár, og finnst mér engin ástæða til þess að breyta til. Ýmindaðu þér, lesandi góður að þú sért útgerðar maður og eigir stóran togara. Þú ert með áhöfn um borð sem er ríkisstjórnin, og það mokveiðist og mokveiðist.. og þú sérð fyrir endana að þú getir borgað upp togarann. Síðan skilar áhöfnin togaranum alltaf í höfn heilu og höldnu.. og þú þarft ekkert að gera við skipið, amk voða lítið. Af hverju að skipta þá? Það er fáránlegt að kjósa aðra ríkisstjórn bara útaf því að það sé kominn tími á að gefa öðrum sjéns.
Geiri85 er hérna duglegur á huga að segja að það sé kominn tími til að gefa vinstri ríkistjórn sjéns. Af hverju!?! ef þú ert að sækja um skipstjórastarf á togara, þá færðu ekki bara sjéns sísvona, því að góði skipstjórinn sé búinn að vera svo lengi að það eigi að gefa öðrum sjéns.
Og svo þurfið þið, kjósendur góðir að pæla í því hvað atkvæði ykkar skiptir miklu máli.
Ingibjörg hefur staðið sig vel í borginni, með því að ljúga að kjósendum, common hún vissi alveg að hún færi í landspólítíkina, hún er bara að bjarga R-listanum.. og svo er hún búin að einkavinavæða borgina, ss. láta vinkonur sínar í langflestar stöður. Og svo á hún að fá starf á Alþingi, og etv. sem ráðherra, án umboðs fólksins í landinu.
Davíð hefur staðið sig vel, engin hneykslis mál um hann.. aldrei hefur hann svikið kjósendur, þó svo að það sé kannski ekki hægt að efna öll kosningaloforðin strax.. þetta er heilt land, og tekur tíma að koma breytingum að.
Þannig að ég myndi segja, að X-D sé málið í dag, kannski ekki alltaf í framtíðinni.. þannig að ef þið pælið í því að það sé kominn tími til að hleypa öðrum að, hugsið þá um borgina, er þá ekki kominn tími til að hleypa sjálfstæðisflokknum að? Þetta meikar ekki sens.
Með von um að krossinn þinn fari í reit Sjálfstæðisflokksins,
Fixe