Eftirfarandi er ekki hræðsluáróður, heldur staðreyndir:

Hvaða flokkar boða Samræmd Próf í framhaldskólum á næsta ári, þar sem reynt er að steypa okkur í mót eftir vilja afmarkaðs hóps?

Hvaða flokkar eru ástæðan fyrir því að Ísland er í 14. sæti af þeim 29 þjóðum Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD) í opinberum fjárlögum til menntamála.

Hvaða flokkar eru ástæðan fyrir því að á Íslandi útskrifast fólk síðast allra úr framhaldskólum á OECD-svæðinu, og að (miðað við höfðatölu, auðvitað) hvergi á norðurlöndunum eru jafn fáir háskólamenntaðir einstaklingar og á Íslandi.

Hvaða flokkar eru ástæðan fyrir því að Ísland er með eitt dýrasta matvælaverð í heimi, og hér hafi matvælaverð hafi aukist mest meðal norðurlandanna frá árinu 1990?

Nefnilega samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Kjósið ekki íhaldið og ójöfnuð yfir ykkur eina ferðina enn.

X-S
Much like your posting