Fáránlegt finnst ykkur ekki, að árið 2003 skuli íslenska ríkið enn standa í einkasölu á áfengi. Hvenær kemur sú stund að við getum, eins og svo oft þegar við erum stödd erlendis, komið við í nóatúni og keypt í matinn og kippt með okkur eins og einni rauðvín, eða einni kippu af Tuborg. Nei, Ísland er eina landið, að mér vitandi, af vesturlöndunum sem áfengi er ekki selt í matvörubúðum. Það er því sjálfsögð þróun að þetta mál komist í gegn á næsta kjörtímabili.
En rökin sem á móti hafa komið eru aðallega tvenn, eftirlit með sölu til unglinga myndi verða lítið og úrval vína myndi minnka. Fyrri rökin eru alveg fáránleg, er starfsfólk Heiðrúnar eitthvað gáfulegra en starfsfólk t.d. Nóatúns, er starfsfólki verslana ekki treystandi til að fara fram á skilríki þeirra sem eru grunsamlega ungleg. Og svo er þessu sama fólki treyst til að selja sígaretturnar og hví ekki áfengið. Þetta er álíka erfitt og að spurja um hversu marga poka viðkomandi sé með, og því falla þessi rök um sig sjálf.
Hitt er annað mál að úrvalið mun minnka í matvöruverlsunum, mismunandi verður það þó. Eins og með aðrar vörur er minna úrval í lágvöruverlsunum (Bónus og Krónan)en þeim verslunum sem selja sig út á betri þjónustu og meira vöruúrval (eins og Hagkaup og Nóatún). Engin verslun mun samt vilja reka sinn vínlager með tapi og verður því úrvalið takmarkað við þær vörur sem seljast. Þetta mun þó opna tækifæri fyrir sérverslanir með áfengi. Þær verslanir gætu sérhæft sig í góðum vínum svipað og ostabúðir gera.
Eins og er er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem tekur afgerandi afstöðu í þessu máli. Hinir flokkarnir slá úr og í með þetta, sumir vilja leyfa bjór og léttvín, aðrir vilja halda þessu í höndum ríkisins.
Spáiði í því, kjósum XD á laugardag.