Já vitiði að ég er nokkuð viss um að nokkrir tugir prósenta kjósenda hafi verið að horfa á Silfur Egils í kvöld, og það er alveg áberandi hverjir báru af. Þessi litli rindill frá Frjálslyndum var hroðalega pirrandi, fyrir utan það að vera ómálefnalegur, þá var hann oftast með leiðinlegar móðganir, greip fram í fyrir öllum og öskraði svo eins og smástelpa þegar það var gripið fram í fyrir honum. Eftir þessa vægast sagt hræðilegu framkomu hjá þessum manni (sem ég verð að segja leit alveg eins út og squeek úr basesketball), þá held ég að frjálslyndir tapi þó nokkuð fylgi (græða allavega ekki óákveðna).
Sigurvegari kvöldsins var að mínu mati augljóslega Björn Ingi Hrafnsson, sem ég verð að játa kemur mér á óvart, ég er ekki mikið inni í hverjir eru að bjóða sig fram, en ég vissi lítið um þennan mann, og var soldið pirraður á honum eftir auglýsingar sem ég hafði séð hérna á huga. En það verður að segjast að hann kom með góð og vel rökstudd svör við öllum sem var kastað á hann, auk þess var hann skemmtilega meinfyndinn og með frekar fágaðan húmor á móti þessum ruddaskap og leiðindum í squeek. Hann gjörsamlega jarðaði frjálslyndismanninn bæði í málefnum og skotum (hver man ekki eftir “Bíddu varst þú ekki áhugamaður um að leyfa fólki að tala”, og “Var það þegar þeir auglýstu eftir frambjóðendum í mogganum?”). Hinir flokkarnir komu sínu svosum áfram, en mér fannst þeir gera lítið annað en það, voru allir bara svona la-la IMO.
Ég verð bara að segja eins og er að ef ég væri ekki núþegar búinn að ákveða að kjósa x-D þá hefði ég snúist að framsókn eftir þennan þátt, þeir voru (eða Björn réttara sagt) ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins og ég væri ekki hissa ef við sæjum þá hækka umtalsvert í næstu könnunum og frjálslynda að sama skapi minnka.