Já ekki láta þér bregða en þessi möguleiki er fyrir hendi.

Skoðum þetta núna frá hlutlausu sjónarhorni. Það hefur gerst stöku sinnum að það hafi verið ráðherra sem sat ekki á Alþingi og hvers vegna er það svona skrýtið. Ég vísa í stjórnarskrána fimmtándu grein

15. grein

Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Já svo ótrúlegt sem það virðist sumu fólki þá væri jafnvel hægt að skipa mig sem forsætisráðherra ( sem er kannski ekki alveg inni í myndinni núna).

Þetta er afar þýðingarmikið fyrir Samfylkinguna sem teflt hefur Ingibjörgu Sólrúnu fram sem forsætisráðherraefni sínu þá þarf hún ekki endilega að hljóta kosningu inn á Alþingi til þess að verða forsætisráðherra. Hinsvegar má hún skv. 51 grein

51. grein

Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþingismenn

Hún sem sagt gæti vel komist inn í Framkvæmdavaldið en þar kemur að því. Hvað vill hún gera við það vald. Jú hún vill lækka skatta, hún vill minnka kynbundna launamunin, hún vill sækja um aðild að ESB. Þetta eru allt hugmyndir sem hún þyrfti að leggja fyrir þingið. Þar sem Forseti okkar er gamall vinstri sinni þá myndi hann örugglega skrifa undir allar þessar hugmyndir.


Þegar við höfum skoðað þennan þátt þá sjáum við að íslenska stjórnarfarið er gallað að einu leyti, að mínu mati vel að merkja.

Okkar stjórnarfar byggist á þessum grunnþáttum Montesquie um þrískiptingu valdsins.

Dómsvaldið það sér um að dæma augljóslega og stendur sjálfstætt frá hinum tvemur þáttunum. Athyglisvert er að Hæstaréttardómarar mega ekki bjóða sig fram til Alþingis.

Framkvæmdavaldið og Löggjafarvaldið er of TENGT að mínu mati. Fulltrúar Framkvæmdavaldsins ( Ríkisstjórn) fara einnig með löggjafarvaldið. Meira en helmingur allra frumvarpa sem eru samþykkt á Alþingi er stjórnarfrumvörp.

Þess vegna varpa ég þessar spurningu til ykkar hins almenna kjósanda. Myndi Ríkisstjórn sem væri samansett af fólki völdu af Forsetanum ( sem er hans hlutverk þótt að hann gefi ríkisstjórnarflokkunum stjórnarumboð) starfa betur.

Segjum bara að ríkisstjórn myndi vera mynduð af fólki sem væri sérhæft á því sviði sem felst í ráðuneytinu sem viðkomandi væri látinn í t.d. Vistfræðingur í Umhverfisráðuneytið. Ef þetta væri gert við öll ráðuneytin……Myndi þannig ríkisstjórn fara með framkvæmdavaldið betur en þingmenn???


Höfundur er framhaldskólanemi og ekki ´ skráður í neinn stjórnmálaflokk.