þetta segir liggur við annar hver maður sem kýs einveldisstjórn Davíðs Oddssonar. “Frábær stjórn bara” segja sumir en vita ekkert um hvað þeir eru að tala ! hvernig skilgreinir maður góða stjórn ? ég myndi skilgreina hana þannig að allir gætu keypt nauðsynjavörur og einnig eytt í eitthvað af öllum þeim óþarfa sem nútímasamfélag býður upp á.
Þegar maður heyrir þessi frábæru rök þessara manna sem ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn þegar maður fiskar aðeins upp úr þeim þá segja þeir “Þeir ætla að lækka skatta. það er þó skárra en vinstri-grænir!” Ég hlýt því að spyrja af hverju þessir skattar séu enn svo háir þó svo sjálfstæðisflokkurinn hafi setið við völd í 12 ár!
Einhverjir eiga örugglega eftir að mótmæla og segja “Framsókn var með þeim” en ég tel nú að sjálfstæðis og framsóknarflokkurinn ættu bara að sameinast. Stefnur þessara flokka eru ólíkar en í kappræðum sjónvarps er ALDREI sagt neitt slæmt við stefnu hina aðilans í þessu máli. Ég tek sem dæmi á stöð 2 um daginn, þá kom Guðmundur Árni með rök gegn Sivi Friðleifsdóttur. Og getiði hver “verndaði” sivi. Nú! auðvitað Árni Mathiesen, hver annar ?
auk þess vil ég gagnrýna þennan óttaáróður hjá núverandi stjórnarflokkum. Fyrningarleiðin er góð leið ef hún er notuð rétt. Stjórnarflokkarnir hafa bara einblínt á góðu hliðar kvótakerfisins og ekki kynnt sér fyrningaleiðina.
Samkvæmt rannsókn sem Vinstri-grænir létu gera fyrir sig þá eyðir Framsóknarflokkurinn um 30 milljónum í auglýsingar.
Það finnst mér of hátt. mér finnast 10 milljónir nóg! þessar 20 milljónir mætti nota í mæðrastyrksnefd og aðra svipaða aðila sem hefðu getað notað þessa peninga í marga þarfari hluti en svona ónauðsynlegt drasl eins og ég kýs að kalla það. ég held að flokkarnir fái nóg rými í hinum ýmsu fjölmiðlum til að kynna sín málefni. Framsókn er ekki einn um að fara langt yfir 10 millurnar.
Jæja ég hef skrifað nóg í bili og kveð að sinni