Mér er alveg hreint óskiljanlegt af hverju ungir námsmenn eru að kyssa rassgatið á Davíð Oddssyni, hvergi í Vestur-Evrópu er erfiðara og dýrara að mennta sig en á Íslandi, hvergi er erfiðara að fá og greiða niður námslán, hvergi er erfiðara að finna húsnæði sem hæfir greiðslugetu og staðsetningu. Mér finnst alltaf sorglegt að heyra fólk segja “Mig langar að fara í skóla, ég hef bara ekki EFNI á því”.
Svo er auðvitað skrýtið að flokkur sem hefur verið við völd í 12 ár skuli yfir höfuð þurfa að koma með kosningaloforð og glansauglýsingar…. eruð þið ekki búin að hafa 12 ár til að framkvæma alla þessa hluti sem þið hafið lofað okkur? Nú, ef allt væri jafn fullkomið og D plebbar vilja meina, væri óþarfi að lofa nokkrum sköpuðum hlut, fólk gæti treyst því að hlutirnir gerðust, og væri óþarfi að lofa upp í ermina á sér.
Ég vill engar skattalækkanir, ég er alveg sáttur við að borga minn skatt, en það sem ég er ekki sáttur við er hvað ég fæ í rauninni lítið til baka. Ég er nýkominn úr námi, búinn að vera að vinna aftur í… já að verða ár. Fyrir síðasta ár borgaði ég fullt af sköttum, en það var ekki nóg, ríkið vill fá 200 þúsund í viðbót frá mér, og ætlið þið svo að segja mér að þið hafið efni á 20 milljarða skattalækkunum?? Hvar ætlið þið að fá peninga til að reka nú þegar fjársvelta spítala og aðrar heilbrigðisstofnanir, sem maður þarf hvort eð er að borga pening þegar meður þarf að leita þangað? Eigum við þá bara að borga meira þegar þangað er farið? Nei, þið skulið þá bara lækka tekjuskatta, en hækka alla innflutningstolla, skatta á bensíni, þungaskatt bifreiða, verð á áfengi og tóbaki (sem hækkar nú þegar reglulega) og lækka laun opinberra starfsmanna.
Já, eru allir búinir að gleyma 20 milljarða ríkisábyrgðinni sem Íslensk Erfðagreining á að fá? Þetta hlýtur að vera verst rekna batterí í sögu íslenskrar atvinnu. En það er allt í lagi, Kári er vinur Davíðs, og ekki nema sjálfsagt að við borgum brúsann fyrir karlinn, Davíð er nú einu sinni okkar alráðandi, alvitri konungur.