Kæru lesendur!


Með þessum pósti vil ég minna ykkur á hversu mikilvæg atkvæðin ykkar eru í komandi kosningum.



Það er mér mikilvægt þrátt fyrir að ég sé ekki í neinskonar framboði hjá neinum lista. Atkvæðið þitt er mér mjög mikilvægt. Atkvæðið þitt hefur vægi á framtíð mína, vini, ættingja og börnin okkar allra. Athugaðu því vel hvað þú ætlar að kjósa.



Sú ríkisstjórn sem situr við stjórnvölinn núna hefur ýmislegt gott gert vissulega. Hvernig má annað vera. Þessi ríkisstjórn hefur setið í 8 ár.

Hæst ber þar að nefna stöðugleikann. Vissulega hefur ríkt efnahagslegur stöðugleiki hér. En þessi sami stöðugleiki hefur ríkt í öllum vestræna heiminum. Það væri eitthvað skrítið ef Íslendingar hefðu ekkert fundið fyrir þessu – sama hvaða stjórnvöld hefðu verið við völd. Svo hreykja stjórnarflokkarnir sér af árangrinum og láta í það skína að stöðugleikinn hefði ekki verið svona mikill ef vinstristjórn hefði verið við völd síðustu 12 ár. Benda svo á það, máli sínu til stuðning, hvernig efnahagsástand var hér á landi þegar vinstristjórnir voru síðast við völd. En á þeim tíma var efnahagsástand í hinum vestræna heimi slæmt. Ekki skrítið þó Íslendingar færu ekki varhluta af því. En munið þið eftir þjóðarsáttinni??



En þó svo þeir hafi slysast til að láta eitthvað gott af sér leiða er það sem miður hefur farið mun meira.

Hæst ber þar að nefna að bilið milli ríkra og fátækra hefur breikkað mikið. Ísland er að verða mjög kapítalískt þjóðfélag. Þjóðfélag þar sem fólk sem hefur ekki nógu mikið á milli handanna getur ekki nýtt sér heilbrigðis og menntakerfið – nema að takmörkuðu leiti. Hver vill það?



Ég vil minna ykkur á grundvallarmun hægri og vinstri flokkanna.



Hægri sinnaðir flokkar snúast um að hver einstaklingur komi sér áfram á kostnað annarra. Í stuttu máli “Ég um mig, frá mér til mín”. Velferð er ekki til í orðaforða hægri manna, og þar snúast hlutirnir um að einkavæða sem flesta hluti og ná framm hagnaði úr því öllu saman Menntakerfið, heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið er ekki gert til að skila neinskonar hagnaði heldur á það að skila vel menntuðu heilsuhraust fólki sem hefur öflugt velferðarkerfi þeim til stuðnings.



Vinstri stefnan er á hinn veginn, þar standa allir saman að því að byggja upp samfélagið, heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið. Í stuttu máli “Einn fyrir alla og allir fyrir einn”, “Sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum

við”.



Þetta lýsir sér afskaplega vel. Ef svo fer sem framm horfir og kapítalisminn fer nær því sem við sjáum í Bandaríkjunum erum við í vondum málum. Þá hverfur smám saman það jafnrétti sem sem við höfum í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Aðeins þeir ríku fá viðunandi læknisþjónustu, menntun barna fer eftir fjárhag foreldra o.s.frv.



Ég vil líka minna á Öryrkjadóminn og fleira, þegar ríkinu var dæmt í óhag, þá tóku stjórnarflokkarnir sig til og breyttu lögunum sér í hag.



Ég þarf ekki að nefna bankakaupin þar sem yfir hundruðir milljarðar voru seldir á nokkra milljarða, afhverju get ég ekki fengið 100kr fyrir 10kr? Það var hópur þriggja athafnamanna sem keypti 45,8% hlut í bankanum. Hópurinn kallar sig Samson og borguðu þeir 12,3 milljarða fyrir hlutinn.

Landsbanki Íslands hf. er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins með eigið fé upp á 16,3 milljarða króna og heildareignir að fjárhæð 278 milljarða króna í lok árs 2002.



Vonandi ertu ekki búin(n) að gleyma heimsókninni frá Kína. Þar réðst dómsmálaráðherra á fólk vegna uppruna þess og kynþátt… Ef það hefði gerst í einræðisríki, hefðum við ekki fordæmt það???



Ég ætla ekki að minnast á fleira í bili, heldur vil ég að þú hugsir núna aftur í tímann en ekki bara í nútíðinni og munir það sem hefur gerst síðastliðin ár.



Mín framtíðarsýn er þessi:



Að börnin okkar eigi öll möguleika á fullri menntun óháð efnahag og uppruna foreldranna.

Að allir muni geta átt þak yfir höfuð sér og haft höfði sínu að halla, án þess að leggja eignir ættingja í hættu og þarmeð fjölskyldutengslum.

Að lágmarkstekjur dugi til að framfleyta fjölskyldu.

Að þegar ég eldist geti ég lifað á þeim kjörum sem ég mun hafa tilkall til.

Að þó svo að ég lendi í slysi eða veikindum að mér séu tryggð þau réttindi að geta átt fyrir húsaskjóli, fæði og klæði.



Stjórnarflokkarnir hafa ekki viljað viðurkenna fátækt á íslandi. Ennfremur hafa sumir sjálfstæðismenn tekið svo til orða að lágalaunafólkið og þeir sem lifa ekki af á 67.000. krónum séu drykkfellt fólk sem kann ekki að fara með peninga. Þessir menn hafa enga samkennd og munu ekki vorkenna þér þó svo að þú munir seinna meir eiga í fjárhagsvanda, verða öryrki eða þegar þú verður komin(n) í tölu eldri borgara og hefur hvorki í þig né á.



Þeir hafa skorið á réttindi þeirra sem minnst hafa það, til að gera stórfyrirtækjum og einstaka einstaklingum vel.



Fyrir mig, þig, allra íslendinga og börnin okkar bið ég þig því um að hugsa þig vel áður en þú kýst.



Þetta er afar mikilvægt kosningarár, þessar kosningar snúast um það hvernig samfélagi við viljum búa í! Hvort við viljum samfélag þar sem peningar ráða ríkjum og mannúð fyrirfinnst varla nema þú getir borgað fyrir þig. Eða hvort við viljum jafnrétti, mannréttindi. Hvort við viljum að allir eigi jafnan rétt til náms, heilbrigðis og virðingar. Hvort við viljum að gert sé upp á milli barnanna okkar strax við fæðingu eða hvort þau muni eiga sömu möguleika og réttindi eins og önnur börn.



Gerum það fyrir þá sem minna mega sín, fyrir þá sem svelte sig fyiri börnin sín, þá sem gráta sig í svefn reglulega vegna slæmra aðbúnaðar, kjósum rétt fyrir þau börn sem þurfa á því að halda.



Ef þú vilt senda þetta bréf áfram og hvetja aðra til að hugsa um liðna tíð og kosningar máttu það vel og ég eiginlega bið þig um að gera það, þó svo þú ætlir þér að kjósa stjórnarflokkana.


kveðja katakat
kv. katakat