Í aðdraganda kosninganna hefur oftar en ekki aðal málið snúsist um kvótakerfið. Stjórnarandstaðan vill stokka algerlega upp í því og flestir þeirra eru á því að nota skuli svokallaða fyrningarleið, þ.e.a.s. fyrna veiðiheimildunum um nokkur prósent og koma því svo út aftur með mismunandi leiðum (sum sé flokkarnir eru með mismunandi áherslur þar). Stjórnarflokkarnir vilja halda í kvótakerfið en eru þó opnir fyrir breytingartillögum, svosem aukinn byggðakvóta, breyta forkaupsrétti byggðarféla, sem nú snýst um forkaupsrétt skipa sem seld eru úr byggðarfélaginu en yrðu forkaupsréttindi á kvóta sem seldur yrði (því hver kaupir skipið ef búið er að selja kvótann), einni hafa komið hugmyndir um að auka nýtingarhlutfallið á kvótanum upp í 75%. Þetta eru allt saman góðar og gildar hugmyndir sem stuðla að því að bæta núverandi kerfi.
Aftur á móti ber það oft á góma í umræðunni hvort úthlutunin í upphafi hafi verið réttlætanleg og gerð með löglegum hætti. Svo tel ég vera. Hér var stunduð frjáls veiði og þar af leiðandi voru of mörg skip að veiða takmarkaða auðlind, sem myndi leiða til hruns fiskistofnanna. Við þessu varð að sporna og setja á kvóta, til þess að ekki væri veitt of mikið og reyna með því að fækka skipum til þess að gera sjávarútveginn hagkvæmann. Uppi voru tvær hugmyndir um hvernig hægt væri að framkvæma þetta. Annað hvort að ríkið byði út kvótann svo háu verði að þær útgerðir sem efni hæfu gætu keypt en hinar leggðust af. Hin leiðin var að ríkið myndi úthluta aflaheimildunum endurgjaldslaust til útgerðanna og þá myndi markaðurinn sjá um að þær kæmust í hendur þeirra sem hagkvæmastir væru. Fyrri leiðinn myndi að sjálfsögðu vera mjög greið leið til að fækka skipum en myndi hafa í för með sér gífurlegt gjaldþrot. Seinni leiðin var því farin.
En af hverju fengu bara útgerðarmennirnir kvótann en ekki t.d. sjómennirnir eða fiskvinnslufyrirtækin í landi, eða bara pétur og páll úti í bæ. Jú, það var vegna þess að útgerðarmennirnir voru þeir sem höfðu fjárfest í nauðsynlegum tækjabúnaði til að stunda veiðar, þeir höfðu tekið lán til að koma sér upp þessum búnaði. Aftur á móti höfðu sjómenn enn réttinn til að sækja vinnu sína, og fiskvinnlan gat enn unnið fiskinn sem útgerðirnar komu með að landi. Og pétur og páll gátu bara haldið áfram að gera það sem þeir gerðu best.
Svo eru uppi hugmyndir um að fara úr kvótakerfi og í sóknardagakerfi. Þetta þykja mér ekki góðar hugmyndir þar sem síknardagakerfi nær ekki að halda utan um veiðina með góðu móti. Því þú færð úthlutaða ákveðna daga og getur veitt að vild þá daga. Þetta hefur í för með sér að útgerðir fjárfest í betri tækjum, öflugri vélum og fleiru til að geta fiskað meira áhverjum degi. Þetta mun hafa í för með sér gífurlega offjárfestingu sjávarútvegsins ásamt því að veiðin mun fara úr hófi fram. Þá þarf að fækka dögum til að sporna við of mikilli veiði og svo framveigis. Þá er betra að vita hvað þú mátt veiða yfir árið í kílóum og geta stýrt þínum veiðum eftir því.
Fyrningarleiðin er síðan einhver alvitlausasta hugmynd sem ég veit um og nenni ég ekki að skrifa um hana. Það sjá það allir að ef kvóti sjávarútvegsfyrirtækja verður fyrndur þá munu þau fara á hausinn.
Hugsum okkur tvisvar um áður en við krossum við á laugardaginn. Viljum við breytingar, breytinganna vegna eða viljum við halda stöðugleikanum og upplifa aukinn kaupmátt á næstu árum? Þar er sjávarútvegurinn gífurlega mikilvæg undirstaða.
Setjum X við D, Blátt Áfram. (Og ef ekki D þá í versta falli B svo ríkisstjónin haldi..:) )
E.S. Þakka þeim sem lásu en afsaka um leið villur og aðra fljótfærni, greinin er skrifuð í flýti þegar ég á að vera að læra undir próf..:)