Góðan dag kæra stjórnarandstöðufólk, ég heiti krumelur og mig langar að koma með tillögu að kosningarsigri stj.andst.

Það er ekkert launungarmál að baráttan er að tapast , og menn spyrja af hverju ?

Á Ruv í gær sagði Ingibjörg Sólrún að hræðsluáróður væri ástæða fylgistaps “ á ekki eingöngu við um Samfylkinguna “.

Það sem ég legg til að stj.andst. geri til að fella núverandi stjórn er nokkuð róttækt. Athugið að það er aðeins um tvennt að velja og það er breyting eða ekki breyting, við vitum öll að margir þeirra sem ætla að kjósa áframhaldandi stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vildu mikið frekar kjósa einhvern hinna flokkana, af hverju gera þeir það þá ekki ?.

Hægri vængur stjórnmálanna er mjög skýr og fólk veit að hverju það gengur, aftur á móti er vinstri vængurinn ekki eins skýr, þar eru fleiri flokkar sem hver vill fara sína leið “ þó þær nánast allar mætti slípa til, til að öllum vinstri flokkum líki.

Fólk er hrætt við þriggja flokka vinstri stjórn þar sem erfitt getur verið að koma sér saman um eina leið til að ná markmiðum sínum.

Þetta er aðalástæða þess að fólk er ekki nógu tryggt við vinstri menn, við skulum segja að 35-40 % kjósenda séu óákveðinn þó að flestir þeirra nefni annan hvorn stjórnarflokkinn, þessu fólki nær stj.andst. auðveldlega !

Það sem ég legg til að þið gerið er að breyta kosningunum í baráttu milli stjórnar og stj.andst. Vinstri móti Hægri , og talið um það að fella stjórnina.

Þið forystumenn stj.andst. þ.e.a.s. Ingibjörg Sólrún , Steingrímur J. , Guðjón A. Og Guðmundur G. Komið fram í sjónvarpsauglýsingum sem stj.andst. “ekki einn flokkur” . Ykkar sameiginlegu hagsmunir eru að koma ríkisstjórninni frá völdum.

Tveggja turna barátta , stjórn og stj.andst.

Ég vil sjá Traustvekjandi og glettnar auglýsingar núna á endasprettinum þar sem þið fjórir flokkarnir komið fram saman og gefið vísbendingu um að þið getið vel starfað saman.

Og Samfylking fylgistap ykkar er líka það að fólk vill skýran kost (t.d. við erum vinstri flokkur í stj.andst. og okkur í stj.andst. er það kappsmál að koma stjórninni frá og taka við stjórnartauminum)

(þetta vill fólk sjá, alls ekki “ ja við gætum alveg farið í stjórn með sjálfstæðismönnum.)



Með von um glæstan sigur á laugardag.

Kveðja krumelu