Gallinn við lýðræðið er að hver og einn má mynda sér skoðun, meira að segja á eigin forsendum. Ég má alveg kjósa nýtt afl því mér finnst Jón Magnússon sætur, og það bannar mér enginn að kjósa Framsóknarflokkinn því hann er með margar auglýsingar. Ætli manni finnist ekki bara svo ósanngjarnt, fyrir okkur sem höfuð stúderað lengi hvað á að kjósa, passa sig að gera það rétta, uppgötvum að okkar atkvæði gildir nákvæmlega jafn mikið og atkvæðið hjá fólki eins og Fanney vinkonu minni sem ætlar að kjósa flokkinn sem pabbi hennar vill að hún kjósi. Eða Silju vinkonu minni, sem ætlar að kjósa T-listann, því henni finnst leiðinlegt að Kristján Pálsson var skilinn út undann.
Það sem er svo áhugavert þegar kosningar eru í þjóðfélaginu, er hvernig sumir virðast vilja skilgreina sig í ákveðinni stétt. Þeir sem eru efnaðir virðast oftast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að það kemur sér oft betur fyrir þá efnahagslega. Þá er ég að tala um eigendur fyrirtækja og aðrir háttsettir einstaklingar, þ.e. háttsettir samkvæmt peningum. Þeir sem eru efnamiklir bera sig svo saman við aðra samkvæmt auðinum, og sjá svo hvar þeir standa. Þessir menn eru ofarlega í peningaeign landans og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að bera sig saman við aðra í peningum, með það fyrir ljósi að þeir hafa vinninginn við allflesta. Þetta er eins og margir góðir fótboltamenn halda sjálfa sig oft yfir aðra hafna vegna þess að þeir eru betri í fótbolta, þar sem þeir bera saman líkamlega getu. Þetta er eins og virtir prófessorar og fræðimenn telja sig oft vera betri en aðra, samkvæmt vitneskju um fræðin. Það er nefnilega samkeppnin við aðra sem heldur mönnum svo oft gangandi. Í frjálshyggjunni er það einmitt samkeppnin sem er lykilinntakið. Þess vegna er svo áhugavert að sjá fyrir kosningar, hverjir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það eru auðvitað þessir efnamenn sem ég talaði um áðan, þeir sem trúa á minnkandi ríkisafskipti séu farsæl efnahagslega, þeir sem vilja efla frelsi einstaklingsins, og gera auðveldara fyrir einstaklinga að stofna fyrirtæki, þeir sem eru hræddir um að ráðist verði á sig af öðrum ríkjum og vilja hafa her, o.s.frv., og síðan þeir sem vilja verða ríkir.
Þeir sem eru á félagshyggju hliðinni í stjórnmálum, eru oft einstaklingar með lægri tekjur en aðrir. Verkafólk og almúginn. Þeir eru sjaldnast efnaðir, og trúa því ekki á samkeppni í formi auðsöfnunar. Þá skiptir meira máli mannauður, og hvað býr í hverjum einstaklings. Þetta er fólk sem segir réttilega “Bill Gates er ábyggilega ekkert hamingjusamari en ég, þó hann sé forríkur”. Þessu fólki finnst ekki rétt að bera saman peningaeign sína við aðra, því þau eiga ekkert rosalega mikið af þeim. Láglaunafólk hefur einmitt beina hagsmuni af félagshyggjustefnunni, eins og þeir sem eru efnaðir, hafa beinan ávinning af frjálshyggjunni.
Ef maður skoðar stjórnmál sem hagsmunabaráttu, milli einskonar stétta, þá er svoldið áhugavert að fólk sem er með lág laun, skuli kjósa hagsmuni þeirra efnameiru(a.m.k. að bókinni til).
En ef maður skoðar stjórnmálin sem trúarbrögð, eða sem hugsjónir manna, þá skilur maður þessa afstöðu. Tökum dæmi um láglaunamann sem aðhyllist sjónarmið frjálshyggjunnar, kannski út af því að hann ætlar að stofna fyrirtæki í framtíðinni, eða telur sig verða efnaðann í framtíðinni, eða kannski því hann hefur stúderað hana í gegn og finnst þessi stefna vera farsæl. Hann er einn af þeim sem vill verða ríkur. En þrátt fyrir það af hverju ætti hann að kjósa flokka með frjálshyggjustefnu, þegar beinir hagsmunir hans í augnablikinu felast í stefnum félagshyggjuflokkanna. Þegar allt kemur til alls, þá er þetta spurning um hverjir fá að njóta ákveðinna gæða, sem í flestum tilfellum eru peningar. En jú kannski vill einstaklingurinn stöðugleika, sem oft einkennir hægri flokka. Meðan frjálshyggjan leggur meira upp úr stöðugleika, þá leggur félagshyggjan meira upp úr því að allir hafi atvinnu. Ég held að flestir sem eru atvinnulausir viti hversu manndrepandi það er, og þess vegna láti félagshyggjuna vega meira. En þá kemur að því að félagshyggjan gerir fólki auðveldara fyrir að vera atvinnulaust, með því að hafa bætur hærri, á meðan frjálshyggjan veit hversu manndrepandi það er, og hefur bæturnar því mjög lágar svo fólk drífi sig nú út á vinnumarkaðinn, sem gæti kannski orðið til þess að einstaklingurinn taki minna launaðari vinnu fyrir vikið. Þá hlýtur nú að vera millivegur, kannski fái maður tvo mánuði borgaða sem 75% af fyrri launum, og eftir það lækki bæturnar niður í staðlaða stærð, í dag 78þús., þá gæti fólk tekið þennan reynslutíma til að fá sér vinnu og fjárhagurinn ekki farið á annan endann. Ætli millivegurinn sé ekki á endanum alltaf sá besti, hinn gullni meðalvegur. Eða hvað finnst ykkur?