Já vá, þetta er það síðasta sem ég svara í dag amk.
“Eins og VG gerði það var það byggt á einhverjum frösum sem ekki var einu sinni hægt að sanna eins og þetta með olíuna.”
-Ó fyrirgefðu, af því bandaríkjamenn sögðu ekki bara “Hey, við ætlum að ráðast á Írak fyrir olíuna” þá má ekki segja það ???
“Síðan voru þeir að kenna viðskiptabanninu um að 500 þúsund börn hefðu dáið en þeir voru svo heimskir að þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að Írak fékk að selja ”olíu fyrir mat“ en það fór bara í hallir og fínerí.”
-Já, fengu að selja olíuna á 1/5 venjulegs verðs, er það sanngjanrt, nei, enda dóu 500.000 börn útaf því…
“Síðan er þessi skemmtilega siðlausa auglýsing sem átti að sýna hvað það er erfit að skjóta niður radarstöð humm 25% líkur held ekki. Það er virkilega auðvelt að hitta radarstöðvar. Landhelgisgæslan gæti gert það.”
-Siðlaus auglýsing, Guð minn góður, ef þú auglýsir happdrættismiða til Amnesty international er þá siðlaust að hafa myndir af palestínskum manni liggja í grúfu með son sinn dáinn í hendinni ? Nei, þetta bendir bara fólki á hvað er að gerast. VG berst ekki gegn mannréttindum, og ef þú heldur það ættir að lesa þig aðeins betur til. Og ef þú vissir af því þá ertu annaðhvort of heismkur til að gera þér grein fyrir því að miðin er “fokk jú” merki til bandarríkjastjórnar, eða það að þú ert sjálfstæðismaður og ert alltaf að reyna koma einhverju fáránlegu á aðra flokka eins og þið gerið venjulega. Það er ekkert að þessum miðum, þeir opnuðu augu fólks. Og ef þú ert með stríðinu, finnst þér það minna siðlegt að drepa saklaust fólk en að gera miða sem eru gegn stríðinu, hugsa aðeins.
“Ekki mótmælti VG þegar Rússar réðust inn í Grosní 1996 og aftur ´99 nei þá var ekki mótmælt enda var ekki verið að nota stýriflaugar sem hitta skotmörk sín í svona 95% tilvika. Rússar eru með svona aðferð sem VG er sammála það er að umkringja borgina og sprengja hana í tættlur.”
-Þetta fannst mér fyndið, að VG, sem meðal annars var ekki til 1996… Ahhh, þarna brendiru þig, en ok, ég held áfram. Þeir voru stofnaðir '99 og voru þá fáir mættir, en VG hefur mótmælt flest öllum átökum, óg eins og stendur í stefnuyfirlýsingu flokksins: “Markmið flokksins er að berjast fyrir jafnrétti, jöfnuði, réttlæti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, lýðræði, sjálfstæði þjóðarinnar og friðsamlegri sambúð þjóða.” Ég býst við, að ef þú kannt að leza (sem ég geri ráðfyrir, nema að einhevr sé að skrifa fyrir þig) að þú sért að éta orð þín, reyna að hugsa um eitthvað rosa comeback… sem á ekki eftir að ganga…
-“VG er svona sértrúarsöfnuður þar sem allir gamlir kommar og Bandaríkja hatarar og flestir með allavega afbrigðilegar skoðanir eru saman komnir.”
-HAHAHAHA, hefur það kannsk ekki verið þess háttað í kommúnistaríkjum að ef einhver er með afbrigðilega hugsun þá sé honum, ja, komið fyrir kattarnef. Þarna skaustu þig í fótinn, þetta er.. já… eitt af þeim ömurlegustu póstum sem ég hef fengið, þú ert að misstíga þig í allar áttir. En já, afhverju megum við ekki koma saman og ver gegn hernum, er þetta ekki lýðræði ? Eða viltu einræðisstjórn ? Við erum ekki kommar, við erum sósíalistar…. Lærðu að þekkja munina áður en þúst póstar næst…
Það er líka alltaf gaman af því þegar Steingrímur “NEI” fer að tala um atvinnu- pólitíkusa því hann er búinn að vera á þing síðan hann var 27 ára, maður með reynslu enda sjaldan sem hann klikkar á að segja nei.
-Eins og ég sagði áðan, þegar fólk er á móti stjórnarandstöðu og er með hugsjónir, afhverju segja já við einhverju sem maður er á móti ??? Afhverju krossfesta einhvern sem segir nei við ríkistjórn sem er hinummeigin á pólnum… Þetta er eins og ef gyðingur færi að vera sammála Hitler um helför… hugsaðu aðeins…
“Hann var á móti litasjónvarpi, hann var á móti því að mjólk yrði seld í matvörubúðum, hann var á móti bjór hann var á móti einkareknum sjónvarps og útvarpsstöðvum samt er hann alltaf á SK1(Silfur Eigils) að væla. Er það ekki einkastöð annars.”
1. nei, nei, nei, nei,
hann er ekki á móti litarsjónvarpi, þessi var góður… nei…. Hann kaupir sjálfur mjólkina sína í búðum, Í sveitinni seldi hann mjólkina alltaf í kaupfélagið. Hann er ekki á móti einkareknum´sjónvarps- og útvarpsstöðvum, honum finnst að RÚV ætti einungis að vera miðstöð
menningar í ljósvakarmiðli, að hún ætti að vera frí, og aðrar stöðvar, með gamanþáttum og þess háttar, mætu alveg vera í almenningseign…
Ég vona svo innilega að þú svarir mér ekki, því mér fannst þetta mjög lélegt hjá þér, og ég nenni ekki að reyna rökræða við bullara…
Annað eins rugl hef ég aldri heyrt á ævi minni annað hvort ertu svona heimskur eða það er virkilega búið að heilaþvo þig.
“-Ó fyrirgefðu, af því bandaríkjamenn sögðu ekki bara ”Hey, við ætlum að ráðast á Írak fyrir olíuna“ þá má ekki segja það ???”
Það er einginn að banna fólki að segja það en ef þú ert að hlaupa um allan bæ að auglýsa það þá er kannski rétt að þú komir með rök fyrir því og þá eitthvað annað en “af því bara”.
“-Já, fengu að selja olíuna á 1/5 venjulegs verðs, er það sanngjanrt, nei, enda dóu 500.000 börn útaf því…” að þeir voru ekki að nota peningana sem þeir fengu til að kaupa mat og lyf. Heldur voru byggðar hallir og peningarnir geymdir fyrir saddam enda var verið að finna einhverja MILLJARÐA núan í nokkrum af höllum hans. En þú ert auðvitað blindur á það.
“-Siðlaus auglýsing, Guð minn góður, ef þú auglýsir happdrættismiða til Amnesty international er þá siðlaust að hafa myndir af palestínskum manni liggja í grúfu með son sinn dáinn í hendinni ? Nei, þetta bendir bara fólki á hvað er að gerast. ”
já það má auglýsa svona það verður bara að endurspegla raunveruleikan og þegar þessi auglýsing kom út var stríðið ekki byrjað og því var þetta bara ódýr áróður sem var já siðlaus.
“-Þetta fannst mér fyndið, að VG, sem meðal annars var ekki til 1996… Ahhh, þarna brendiru þig”
Taladi um að brenna sig mar en ef þú vissir það ekki þá var VG stofnað upp úr öðrum flokki en þú ert náttúrulega sanfærður um að þetta var allt nýtt fólk sem aldrei hafði komið nálagt pólitík og buhuhu við vorum svo fá 99 dö gæti það verið útaf því að fólk er ekki sammála stefnu flokksins.
“En já, afhverju megum við ekki koma saman og ver gegn hernum, er þetta ekki lýðræði ? Eða viltu einræðisstjórn ”
Hver er að tala um einræðisstjórn. Má kannski ekki gagnrýna ykkur eða hitti ég bara á veikan punkt kallinn.
“-Eins og ég sagði áðan, þegar fólk er á móti stjórnarandstöðu og er með hugsjónir, afhverju segja já við einhverju sem maður er á móti ??? Afhverju krossfesta einhvern sem segir nei við ríkistjórn sem er hinummeigin á pólnum… Þetta er eins og ef gyðingur færi að vera sammála Hitler um helför”
Það er ekki málið að þið séuð í stjórnarandstöðu því SF er það líka. Þið segið bara NEI við ÖLLU.
Kannski er þetta sjúkdómur. Og ekki reyna að bera þetta saman við helförina því það er ekki veri að ofsækja ykkur hérna þó það sé verið að gagnrýna ykkur.
Það vil svo til að formaður VG var á sínum tíma á móti litarsjónvarpi, hann barðist gegn því að seld yrði mjólk í MATVÖRUBÚÐUM það var nefnilega þannig að hér voru eitt sinn mjólkurbúðir og þær máttu einar selja mjólkurvörur ekki matvörubúðir. Þú ættir kannski að kynna þér málin áður en þú ferð að tjá þig.
“Hann er ekki á móti einkareknum´sjónvarps- og útvarpsstöðvum, honum finnst að RÚV ætti einungis að vera miðstöð
menningar í ljósvakarmiðli, að hún ætti að vera frí, og aðrar stöðvar, með gamanþáttum og þess háttar, mætu alveg vera í almenningseign…
”
- Já það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að hann greiddi atkvæði gegn því að einkareknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar yrðu leyfðar. Hann var bara á móti þeim og þó hann segi í dag að hann vilji bara að ríkisútvarpið eigi að vera blablabla og almenningur megi svo sem alveg eiga einhverjar stöðvar. Það er bara vegna þess að hann er að reyna að fiska atkvæði enda myndi enginn nema kannski fólk eins og þú kjósa hann ef hann héldi öðru fram.
Farðu nú og lestu þig til um hlutina áður en þú reynir að svara mér. Ég hef eingan áhuga á að rökræða við éinhverja hálfvita.
0
Eftir að hafa lezið þetta bull þitt þá ákvað ég að svara, þótt ég ætlaði mér það ekki…
“Það er einginn að banna fólki að segja það en ef þú ert að hlaupa um allan bæ að auglýsa það þá er kannski rétt að þú komir með rök fyrir því og þá eitthvað annað en ”af því bara“.”
-Síðan hvenær eru ásakanir bannaðar ? Ert þú ekki að ásaka VG fyrir spillingu og áróður ?
“að þeir voru ekki að nota peningana sem þeir fengu til að kaupa mat og lyf. Heldur voru byggðar hallir og peningarnir geymdir fyrir saddam enda var verið að finna einhverja MILLJARÐA núan í nokkrum af höllum hans. En þú ert auðvitað blindur á það.”
-Ég neita því ekki að mest allur peningurinn fór ekki í mat og lyf, en hefðu þeir fengið að selja olíuna á venjuelga verði þá hefði lýðurinn vissulega fengið að sjá meira…
“já það má auglýsa svona það verður bara að endurspegla raunveruleikan og þegar þessi auglýsing kom út var stríðið ekki byrjað og því var þetta bara ódýr áróður sem var já siðlaus.”
-Fyrirgefðu, við dreyfðum þessum miðum 2 dögum eftir stríðið. Og afhverju er eitthvað að því að mótmæla “yfirvovandi” stríði ? Er það skrifað einhversstaðar að það megi ekki mótmæla fyrr en hluturinn er kominn í gang ? Áttum við að bíða með Kárahnjúka mótmæli eftir spillinguna eða ?
“Taladi um að brenna sig mar en ef þú vissir það ekki þá var VG stofnað upp úr öðrum flokki en þú ert náttúrulega sanfærður um að þetta var allt nýtt fólk sem aldrei hafði komið nálagt pólitík og buhuhu við vorum svo fá 99 dö gæti það verið útaf því að fólk er ekki sammála stefnu flokksins.”
-Ég reyndar notaði vitlaust orðalag þarna, “sleit sig frá” átti ég við, ég mismælti mig þó, sýndi ekki fáfræðslu eins og þú….
“Hver er að tala um einræðisstjórn. Má kannski ekki gagnrýna ykkur eða hitti ég bara á veikan punkt kallinn.”
-Nei, en þú kallaðir okkur komma, og sagðir svo að allir þessir kommar myndu hittast með þessar afbrigðilegu hugsanir… En þú veist það kannski ekki en fólk með aðrar hugmyndir en einræðisherran voru ekki liðnir… svo að þú komst með mótsögn gegn þínu eigin “böggi”….
“Það er ekki málið að þið séuð í stjórnarandstöðu því SF er það líka. Þið segið bara NEI við ÖLLU.
Kannski er þetta sjúkdómur. Og ekki reyna að bera þetta saman við helförina því það er ekki veri að ofsækja ykkur hérna þó það sé verið að gagnrýna ykkur.”
-Þetta er svo heismkulegt hjá þér að ég ætla ekki einusinni að svara þessu…
“Það vil svo til að formaður VG var á sínum tíma á móti litarsjónvarpi, hann barðist gegn því að seld yrði mjólk í MATVÖRUBÚÐUM það var nefnilega þannig að hér voru eitt sinn mjólkurbúðir og þær máttu einar selja mjólkurvörur ekki matvörubúðir. Þú ættir kannski að kynna þér málin áður en þú ferð að tjá þig.”
-Á móti litarsjónvarpi, ég hef aldrei heyrt þetta, þó svo að hann hafi verið það(sem ég er nokkuð viss um að hann er ekki, annars máttu benda mér á hvar ég get fengið að leza um þetta) þá segir það ekkert um hvernig hann né hugsjónir hans eru í dag. Litasjónvarp gat litið þannig út, á þeim tíma, að litasjónvarp væri að ógna Íslenskri tungu eða lifnaðarháttum. Ég er nokkuð viss um það að Hann sé ánægður með sjónvarpið sitt núna eins og það er. Eitthvað ertu að misskilja þig, því að í viðtali við Morgunblaðið eða vísi fyrir nokkrum árum, var Steingrímur í viðtali, og ég man eftir þessari grein svo vel því að í sama blaði var dánarfregn ömmu minnar, ég laz þessa grein og í henni talaði hann um það að hann hefði selt Kaupfélaginu, sem seldi einnig matvörur og annaðslíkt, mjólk…. Svo að ég er nokkuð viss um að þú hafir skáldað þetta upp nema að þú vitnir í einhverjar heimildir.
“Já það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að hann greiddi atkvæði gegn því að einkareknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar yrðu leyfðar. Hann var bara á móti þeim og þó hann segi í dag að hann vilji bara að ríkisútvarpið eigi að vera blablabla og almenningur megi svo sem alveg eiga einhverjar stöðvar. Það er bara vegna þess að hann er að reyna að fiska atkvæði enda myndi enginn nema kannski fólk eins og þú kjósa hann ef hann héldi öðru fram.”
-Eins og hann sjálfur orðaði það, þá er hann og allir frambjóðendur VG ekki í kosningafyllerýi. VG lofar fáu og ætlar að standa við það… Mér er slétt sama hvort þú lítur á það sem þú heyrir frá VG sem pretti, það er einfaldlega ekki þannig, við reynum ekki að sveigja framhjá svörum eins og þið sjálfstæðismenn. Ef ég vitna nú bara í fréttir stöðvar 2 í kvöld, þá var félagsfræðingur (að mig minnir) sem hét Rósa að opinbera 4 ára rannsókn sína á fátækt á Íslandi þar sem greint var frá “fátæktarhallanum”. Davíð, kallinn, byrjar á að segja að þessi kona sé ekki til… … ….. “ok”… …. ….
Síðan, byrjar hann með mótsagnir gegn þessu, að fátækt hafi minnkað síðustu ár. Ég og þú vitum þetta báðir, að það er lygi. Ég treysti miklu frekar konu sem hefur eytt hátt í 5 ár í rannsóknum á þessu heldur en Davíð sem hgusar bara um hvernig hann á að halda vinnunni sinni næstu fjögur árin.
“Farðu nú og lestu þig til um hlutina áður en þú reynir að svara mér. Ég hef eingan áhuga á að rökræða við éinhverja hálfvita.”
-Frumlegt… leza Andrés blað ? Hvenær byrjaðiru að rökræða við mig ? Þú ert bara búinn að vera með skítkast og leiðindi… ekkert annað…
0
Ótrúlegt hvað þú ert með litaða afstöðu af hlutunum. Þú sérð ekki hvað það er fáránlegt að dreyfa auglýsingu sem er ekkert rökstud. Hvað geriru ef BT senda þér auglýsingu “ við erum með bestu tölvurnar” þú hlytur að spyrja þig “afhverju” á sama hátt og ég spyr mig þegar ég sé auglýsingu VG á hverju byggja þeir þetta.
Það er annað sem kom mér líka á óvart. Þegar fólk, sem var með því að það yrði ráðist á Írak, var að tjá sig þá voru alltaf komnir nokkrir “friðarsinna” til að púa og öskra í þeim eina tilgangi að leyfa fólki ekki að kom skoðunum sínum á framfæri. Ekki líta á allar hliðar málsins nei bara púa ef maður er ekki sammála.
Ég get alveg viðurkennt að það verður alltaf eitthvað um mannfall hjá venjulegum borgurum en ég er líka sannfærður um að fólk á eftir að hafa það betra eftir að saddam er farinn. Ég veit það líka að við eru báðir sannfærðir um að það þurfti að gera eitthvað fyrir þessa þjóð þó við hefðum vilja fara sitt hvora leiðina.
Ég nenni ekki að fara meira út í þetta með mjólkurbúðirnar og matvörubúðirnar en vil þó benda þér á að það er hægt að nálgast upplýsingar um þetta á althingi.is. Ég man því miður ekki hver öll slóðin er en ég sá þetta á pólitík.is síðasta sumar. Hafði reyndar lesið um þessar deilur í sögu þegar ég var í menntaskóla en það er langt síðan það var.
Hefuru ekki velt því fyrir þér afhverju allar þessar skýrslur um fátækt eru að koma út núna rétt fyrir kosningar og allar byggðar á meðaltalsútreikningum. En það þýðir að ef 10 ríkustu menn landsins myndu fara með peningana sína úr landi þá myndi fátækt minnka samkvæmt meðaltalsútreikningum en ef einhver eins og Bill Gates kæmi með allt sitt til Íslands þá væri þjóðin á rassgatinu. Enda er kannski ekki við miklu að búast frá gervivísindum eins og félagsfræði.
Ég treysti minni eigin stétt miklu betur til að gera rannsóknir á þessu enda er hagfræðin miklu betur búin til að gera þetta. Frá 1995 hefur fátækt minkað úr um 4% í 2% og það er ekki vegna þess að það hefur verið svo gífurleg fjölgun á Íslendingum það vitum við báðir.
Ef þú hefur eitthvað annað til málanna að leggja annað en það sem þú lest í andres blöðum þá endilega hugsaðu fyrst skrifaðu svo.
0
“Hvað geriru ef BT senda þér auglýsingu ” við erum með bestu tölvurnar“ þú hlytur að spyrja þig ”afhverju“ á sama hátt og ég spyr mig þegar ég sé auglýsingu VG á hverju byggja þeir þetta.”
-Á hverju byggja þeir þetta ? Þú heyrði kannski að bandamenn sprengdu part af Háskólanum í Bagdad. Þetta er dæmi… Það sem þú ert að segja, er það, að ef fólk er ekki sammála auglýsingunni (á móti stríðinu) eigi þessi augl´sying ekki að vera… Ég er á móti auglýsingunni “áfram Ísland” hja xD, mér finnst ekki að ísland sé að fara í rétta átt með xD, þetta er nákvæmlega það sama…
“Það er annað sem kom mér líka á óvart. Þegar fólk, sem var með því að það yrði ráðist á Írak, var að tjá sig þá voru alltaf komnir nokkrir ”friðarsinna“ til að púa og öskra í þeim eina tilgangi að leyfa fólki ekki að kom skoðunum sínum á framfæri. Ekki líta á allar hliðar málsins nei bara púa ef maður er ekki sammála.”
-Nú, Davíð og Halldór gerðu nákvæmlega sama hlutinn á öðruvísi hátt, í staðinn fyrir að hlusta á 90% þjóðina, (um 80% á móti stríðinu, 10 % á móti stríðinu nema með samþykkt SÞ, 10% með stríðinu) og ekki hlusta á hvað fólkið vildi, sniðganga það og lýsa yfir stuðningi Íslands.
-“Ég get alveg viðurkennt að það verður alltaf eitthvað um mannfall hjá venjulegum borgurum en ég er líka sannfærður um að fólk á eftir að hafa það betra eftir að saddam er farinn. Ég veit það líka að við eru báðir sannfærðir um að það þurfti að gera eitthvað fyrir þessa þjóð þó við hefðum vilja fara sitt hvora leiðina.”
-Það þarf að gera já, margt fyrir Írak. Ég vona að SÞ fái að sjá um það og að BNA skipti sér lítið sem ekkert að því. En með það hvort að fólkið sé betur sett eða ekki, það er rétt að Saddam er/var ótrúlega grimmur maður og það er betra fyrir alla þjóðina að hann sé farinn. En það hefði alveg verið hægt að ná honum af valdastóli öðruvísi en að ráðast beint á landið. En síðan er spurningin, á fólkið eftir að sætta sig við nýjan forseta sem BNA vilja skipa. Það á kannski eftir að gera illt verra ef fólkið fær ekki að kjósa…
“Hefuru ekki velt því fyrir þér afhverju allar þessar skýrslur um fátækt eru að koma út núna rétt fyrir kosningar og allar byggðar á meðaltalsútreikningum. En það þýðir að ef 10 ríkustu menn landsins myndu fara með peningana sína úr landi þá myndi fátækt minnka samkvæmt meðaltalsútreikningum en ef einhver eins og Bill Gates kæmi með allt sitt til Íslands þá væri þjóðin á rassgatinu. Enda er kannski ekki við miklu að búast frá gervivísindum eins og félagsfræði.
Ég treysti minni eigin stétt miklu betur til að gera rannsóknir á þessu enda er hagfræðin miklu betur búin til að gera þetta. Frá 1995 hefur fátækt minkað úr um 4% í 2% og það er ekki vegna þess að það hefur verið svo gífurleg fjölgun á Íslendingum það vitum við báðir.”
-Þetta er samt alveg eftir ykkur, fyrst það að spýta á félagsfræðinga, setja út á þá og gera þá óþarfa svo hægt sé að segja að niðurstöður þeirra séu bull. Annað, þegar þú segir að fátækt hafi minnkað frá 4% - 2% hvað ertu þá að meina ? Að 2% séu undir fátæktarmörkum (sem ég veit ekki hverjeru, og flestir aðrir). Málið er það, að stéttaskipting hefur aukist svo verulega undanfarin ár að það er ekki hægt að segja að fátækt hafi minnkað. Ég veit þetta alveg, ég tilheyri miðstéttarfjölskyldu, ég býst við að þú sért fyrir ofan mig, svo að ég er líklegast í snertingu við lágstéttafólk meira en þú. Mér finnst það út´i hött að segja að fátækt hafi minnkað undafarin ár, eins finnst öllum mið- og lágstéttarfólki. Ættum við ekki að vita þetta best ?
0
Ég sagði ekki að þessi auglýsing ætti ekki að vera. Mér finnst hún bara ekki sýna rétta mynd af því hvernig þetta stríð var eða hefði geta orðið. Það var verið að gefa í skyn að í 75% tilvika væri verið að hitta eitthvað annað en hernaðarskotmörk. Sú var bara ekki raunin og við hefðum geta gefið okkur það nánast fyrirfram.
Hvað varðar uppbygginguna í Írak þá er alveg sjálfsækt að SÞ komi að því en auðvitað munu USA og Bretar koma mikið að því líka enda eru þeir að því. Bandaríkin eru nú ekki að setja neinn forseta en það er verið að reyna að koma á bráðabirgðastjórn sem mun sitja fyrst um sin og koma að uppbyggingu landsins enda er það ekki eitthvað sem gerist einn tveir og tíu því þegar stjórnin féll þá molnaði stjórnskipulagið niður og óvissa myndaðist. En fólk á eflaust eftir að fá að kjósa enda var Tony Blair að hamra á því að lýðræði yrði komið á sem fyrst.
Ef þú ert ekki að skilja þetta með að fátækt hafi minnkað þá virkar það þannig að 1995 voru 4%þjóðarinnar skilgreind fátæk en nú eru það 2%.
Þetta með stéttaskiptinguna er ekki að öllu leiti rétt. Hér hafa hæstu laun hækkað um 134% það er gífurlegt en lægstu laun haf að sama skapi ekki hækkað nema um 50% en það er samt meira en 20 ár þar á undan. Hér er það kannski það sem þú átt við þegar þú talar um að stéttaskipting sé að aukast. Það er ekki rétt að skipta ´fólki í stéttir kannski launaflokka en ekki stéttir. Þú verður líka að átta þig á því að fólk getur farið upp um launaflokka úr lágtekjum í hátekjur eða allt sem er þar á milli. Það sema á við um þá sem eru með há laun þeir geta farið niður í látekjur. Ég vil líka benda þér á það að ég kem af afar venjulegu heimili og átti heima í lítilli blokkaíbúð þegar ég var yngri og nú er ég bláfátækur námsmaður og þarf að legja með 3 vinum mínum því ég hef ekki efni á því að búa einn.
“Ættum við ekki að vita þetta best ?” jú það er rétt við ættum að vita það best sem höfum það verst svo ég hef þá vonadi rétt fyrir mér.
0