ég verð að byrja á að svara grein Deathguard “Hræðsuáróður Sjálfstæðisflokksins og ESB”, hann segir að sjálfstæðisflokkurinn (D héreftir) sé að beita hræðsluáróðri á íslensku þjóðina
tilvitnun: “Ef við beytum kvótakerfinu þá hrynur efnahagurinn.
Ef við kjósum Samfilkinguna þá hrynur efnahagurinn.
Ef við kjósum Frjálslinda þá hrynur efnahagurinn.
Ef við kjósum Vinstri græna þá hrynur efnahagurinn.
Ef við göngum í ESB þá hrynur efnahagurinn.
Ef við kjósum Sjálstæðisflokkinn þá verður engin vinsri villa.”
ef þú lítur á tölur ca. 30 ára sérðu að framsóknarflokkurinn (B) og D breyttu efnahaginum til hins betra. fyrir rúmum 20 árum þegar vinstri stjórn stjórnaði landinu var ríkið alltaf að redda efnahaginum fyrir horn, t.d. sjávarútveginum og landbúnaðinum með eilífum styrkjum. hægrimenn bjuggu til kvótakerfið! þó að fólk segi að það sé gallað þá má það alveg vera, ég veit bara svo lítið um kvótakerfið að ég get ekki commentað um það.
mér finnst lélegt af samfYlkingunni (S(já ég ætlaði að gera stórt Y :)) að strax og forsætisráðherra opnar munninn þá er hann ásakaður um hræðsluáróður. ég veit ekki betur en að nær allar auglýsingar S hafa verið persónulegar ádeilur á forsætisráðherrann því S hefur ekki getað fundið neitt annað.
hérna er eitt dæmi um auglýsingu sem er í gangi hjá S sem flestir hafa nú þegar séð:
“Myndir þú vilja nota sömu skólabókina í 16?
…
…
Myndir þú vilja hafa sama forsætisráðherra í 16 ár?”
ég bjóst við einhverjum rökstuðningi þarna og ýmsum tölum um tíð hans, en nei auglýsingin var búin, einu viðbrögðin sem þessi auglýsing fékk frá mér var mikill hlátur og gerði mig sterkari í trúnni að ég myndi kjósa rétt. ef S er að skjóta á D að þeir séu að beita hræðsluáróðri ættu þeir að byrja á að kynna t.d. stefnuskrána sína í auglýsingum og vera ekki að bölva aðra flokka, það er léleg pólitík.
vinstri grænir (U) vilja hækka hátekjuskatt og lækka lágtekjuskatt, bíddu búum við ekki við lýðræði? ætla þeir að refsa mér fyrir að hafa farið í háskóla, vera í vel launaðri vinnu og gert eitthvað úr lífi mínu? hei hvar kýs ég ykkur? U er flokkur fyrir láglaunað fólk sem heldur að ríkisstjórnin hafi komið illa fram við það, meina kommon það er alveg nokkuð góð ástæða af hverju þið eruð að fá undir 10% atkvæða, vona að þið sem kjósið U eruð nógu snjöll til að fatta það.
vinstrisinnuð stjórn getur ekki stjórnað fyrirtæki, það er algjörlega ómögulegt. allir fengju jafnmikil laun, ekki bara forstjórinn keyrði (t.d.) landcruiser heldur allir, ég gæfi fyrirtækinu sona 2 vikur áður en það færi á hausinn.
auðvitað er munúr á að stjórna fyrirtæki og landi en áherslan er sú sama: halda kúnnanum ánægðum og fyrirtækinu á floti
ég veit að ég mun kjósa ekki útaf því að forsætisráðherra er kona, ekki útaf því að hann er á móti öllu, ekki útaf því að hann er reject frá D :) heldur útaf því að ég treysti honum