Umræðan um þessa hundraðkalla auglýsingu er orðin frekar vitlaus þegar fólk er farið að halda þvi fram að það þurfi konu til að stjórna landinu.
Í einni slíkri grein kemur fram:
“Markmið auglýsingarinnar væri að varpa ljósi á það að einungis karlar hafa stjórnað þessu landi frá upphafi, og nú sé loks tækifæri til að breyta Íslandssögunni og kjósa konu sem forsætisráðherra”
Mig langar til að koma á framfæri hversu rangt það er að ætla að forsætisráðherra stjórni landinu einn. Það er nefnilega hugmyndin á bakvið þrískiptingu valdsins að einginn einn stjórni hér öllu.
Hér eru líka borgar- og sveitarstjórnir sem fara með ákveðið vald.
Lýtum á 2.gr. stjórnarskrá lýðveldisisn Íslands
þar segir: “Alþingi(63 þingmenn) og forseti fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.”
og í 11, 13 og 14 gr. veitir forsetin ráðherrum(alls 12) framkvæmdarvald sitt en þó ekki svo að til að lög verði gild þarf bæði forseti og ráðherra að skrifa undir þau. Forseti hefur þó rétt samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinar að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu en þan rétt hefur hann ekki notað. Síðan er það nú svo að það er langt síðan einn flokkur hefur fengið hreinan meirihluta á þingi því eru flestar ríkisstjórnir bundnar ákveðnu samkomulagi sem flokkarnir sem mynda ríkisstjórn gera.
Því er ekki hægt að koma neinum málum í gegnum þingið nema hafa öruggan þingmeirihluta. Stjórnarflokkarnir geta verið ósammála og því komast mál ekki alltaf í gegn. Þingmenn geta einnig verið ósammála sinni flokksforustu í ákveðnum málum. Síðan ef eitthvað stórt mál kemur upp getur forsetinn neitað að skrifa undir og skotið málinu til þjóðaratkvæðisgreiðslu.