Skiptir unga fólkið samfylkinguna engu máli?
Ég hef mætt á nokkra fundi sérstaklega ætlaða fyrir ungt fólk hérna á Austurlandi. Á þeim fyrri sem að var haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum og var sameiginlegur fundur allra framboðanna mætti Einar Már Sigurðarson mætti með kosningarstjórann sér við hlið! Þetta hef ég aldrei séð áður en allt í lagi ef að þetta er þeirra taktík þá ætla ég ekki að gagnrýna það. Á þessum fundi skemmtu þeir félagar sér hið besta með á stundum barnaleg svör og enn barnalegri svipbrigði og ekki fannst þeim nú verra að Dagný Jónsdóttir þriðja manneskja á list framsóknar í Norðausturkjördæmi var í sífellu að gefa þeim undir fótin og mátti helst skilja á máli hennar að allt það góða sem að gerst hefur á kjörtímabilinu sé framsókn að þakka en allt það slæma sjálfstæðisflokknum að kenna, en það skiptir littlu máli fyrir efni þessarar greinar. Okkur sem að skipulögðum þennan fund í Menntaskólanum fannst eins og samfylkingin hefði ekki tekið þetta eins alvarlega og hinir flokkarnir. Í kvöld fór ég síðan á kappræður skipulagðar af Sjálfstæðisflokknum þar sem að ungir frambjóðendur flokkanna áttu að takast á um mál sem að skipta ungt fólk máli og svara spurningum ungs fólks á svæðinu, fór þessi fundur fram á Orminum á Egilsstöðum. Fulltrúar allra flokka nema samfylkingar og nýs afls mættu á þennan fund og var hann í alla staði hinn skemmtilegast og má sjálfstæðisflokkurinn eiga hrós skilið fyrir skipulagningu hans. Eftir þessa tvo fundi hef ég verið að velta fyrir mér skiptir unga fólkið samfylkinguna engu máli, er það kannski Austurland eða landsbyggðin jafnvel sem að skiptir flokkin engu máli eða hafa þeir engan nógu ungan á lista hjá sér til þess að taka þátt í kappræðum UNGRA frambjóðenda. Lítið á xs.is og nu.is og segið mér hvað þið teljið líklegustu skýringuna!