Það er nú þegar búið að breyta þessu með enskuna. Nú er byrjað að kenna ensku á undan dönsku.
Þetta með að byrja skólann ekki fyrr en 6 ára og að hafa 3 mánuði í sumarfrí finnst mér bara alveg frábært. T.d. segja flestir þeir sem þekkja til (námsráðgjafar, kennarar o.s.frv.) að fólk sé miklu betra undir það búið að velja sér háskólanám/atvinnu. Ég meina hefðuð þið viljað þurfa að ákveða 13-14 ára á hvaða braut þið ætluðuð (og þá er ég að meina endanlega, eins og þar sem ekki er hægt að snúa við þegar búið er að velja) eins og er t.d. í Austurríki, fá miklu styttra sumarfrí, t.d. niður í 5-6 vikur eins og er sums staðar í skiptum fyrir miklu styttra jólafrí, styttra páskafrí og einnar viku vetrarfrí? Þurfa að velja hvað það ætlar að gera að lífsstarfi sínu þegar það er 18 í stað 20 o.s.frv.
Mér finnst allt í lagi að leyfa börnum að vera börn í smá tíma. Ef keppnin verður of mikil (eins og t.d. er orðið í þessum löndum eins og Kína, Japan og Singapour - sem við viljum svo miða okkur við í alls kyns könnunum og prófum) þá fer allt í rugl og vitleysu. Yngstu börnin sem fremja sjálfsmorð vegna einkunna þar eru u.þ.b. 10 ára, fólk er pínt áfram með ROSALEGUM aga alveg frá 3-4 ára aldri til að komast inn í bestu skólana o.s.frv. og þar fá t.d. þeir nemendur sem verst standa sig ekki inngöngu í alla skóla og þeir eru oft ekki látnir taka próf til þess að meðaleinkunnin verði ekki verri (og svo miðum við samræmduprófseinkunnirnar hjá okkar krökkum við þetta meðaltal þeirra).
Nei, allt er best í hófi og mér finnst skólakerfið hér á landi mjög fínt að flestu leyti.
Þar að auki, ef að fólk fær svona langt sumarfrí hvetur það krakka til að fá sér vinnu sem kemur í veg fyrir leti í sumarfríinu, kynnir það fyrir vinnu, kennir þeim að fara með peninga OG veitir þeim mikilvæga reynslu sem erlendir háskóla meta t.d. MJÖG mikils þegar þeir skoða umsóknir íslenskra stúdenta (flestir erlendir krakkar vinna ekkert fyrr en í ALLRA fyrsta lagi í “framhaldsskóla” og hafa því litla sem enga og mjög einhæfa reynslu af vinnu). Það hefur líka komið í ljós að íslenskir nemendur hafa komið mjög vel út úr námi í erlendum háskólum þannig að eitthvað hlýtur nú hér að vera gert rétt.
Æ, annars nenni ég ekki að röfla meira út af þessu, ég þekki mikið af fólki á mínum aldri og eldra erlendis og hef rætt mikið við það um skólamál svo og kennara og fólk sem sér um að velja úr umsóknum fyrir háskóla, m.a. í Bandaríkjunum og mér líst ekki alveg nógu vel á að gjörbreyta kerfinu hér. Konan sem ég ræddi við sem sér um að velja umsóknir inn í háskóla í Washington í Bandaríkjunum sagðist einmitt hafa verið hér á landi í fyrra að kynna sér skólakerfið og henni litist rosalega vel á það!
Þegar ég sagðist hafa farið út í nám hefði ég kannski átt að minnast á að ég fór til Hong Kong og er búin að vera hérna í dágóðan tíma og tel mig þekkja skólakerfið alveg ágætlega þar sem ég er búin að upplifa það frá fyrstu hendi. Ég er búin að rjúka yfir fjögurra ára námsefni á Íslandi á tæpur tveimur árum og er samt með þeim eldri á mínu stigi. Ég er að sækja um í háskólum, 20 ára gömul, með undirbúning fyrir háskólanám í viðskipta-, lögfræði-, vísinda- og tungumálafögum. Ég get því ekki verið sammála því að maður sé eitthvað heftur hérna í sambandi við að velja brautir snemma. Einmitt ekki - mér finnst ég bara hafa grætt tíma því að ég get sleppt fyrstu 1 til 2 árunum í háskóla útá þá menntun sem ég hef hlotið hér.
Þið getið gert grín að kínverjunum en það sem ég sé í kringum mig eru ótrúleag agaðir, klárir krakkar sem eru ekki í neinu rugli, nægjusamir og kurteisir. Margir hafa lært ensku síðan í leikskóla. Núna þegar Kína fer að opnast upp og þetta fólk fer að koma meira inn á alþjóðavinnumarkaðinn þá mega vesturlandabúar bara fara að vara sig. Ætli skólakerfið verði nokkuð endurskoðað fyrr en þá.
Ég hef t.d ég ekki heyrt af því að topp háskólar í Bandaríkjunum og Bretlandi heimsækji íslenska menntaskóla til að veiða umsóknir þó að þeir séu margir töluvert stærri en minn 250 manna skóli sem hefur verið heiðraður með slíkum heimsóknum nær vikulega árið í gegn. Íslenska menntakerfið er bara séð vera á lægra plani - það er sorglegi sannleikurinn. Allavega eru KOSTIR þess ekki eins eftirsóttir eins og KOSTIR asíska menntakerfisins. En svo sitja Íslendingar heima og halda því fram að of mikill lærdómur geri krakka bara þroskahefta eða eitthvað álíka kjaftæði.
og hvað með það ef maður velur vitlausa braut þegar þú ert 13 - það er ekki eins og þú TAPIR eitthvað á því að vita eitthvað aukalega… Menntun og reynsla er það eina sem aldrei verður tekið frá þér. Afhverju ekki byrja skólann við 4 ára aldur? Ég kenndi litla bróður minum að fallbeygja og greina í orðflokka þegar hann var 5 ára - mig langaði bara að vita hvort hann gæti það. Þú getur sagt við hann “hestunum” og hann gefur þér “nafnorð, samnafn, þágufall, karlkyn, fleirtala með greini”. “Betra” og hann gefur þér “lýsingarorð í miðstigi, eintala, hvorugtkyn.” Nú er hann að fara í sex ára bekk að læra stafrófið og þarf að bíða í fleiri ár áður en honum verður loksins “kennd” orðflokkagreining. Krakkar geta miklu meira en við höldum - og ekki finnst bróður mínum leiðinlegt að “leika sér í orðaleikjum” við systur sína. Það er alveg upplagt að nýta þennan tíma fyrir unglingauppreisnartimann til að pakka krakkana full af fróðleik og vekja upp meiri áhuga fyrir því að læra. Byrjum skólann fyrr og kennum meira.
0
Hong Kong starfar líka meira eftir breska kerfinu þar sem þeir voru undir Bretum þangað til í fyrra. Ég var á námskeiði í Bandaríkjunum í sumar með Kínverskum krökkum (sumum frá Hong Kong, öðrum ekki) og þau segja það það muna MJÖG miklu hvort maður er í Hong Kong eða annars staðar í Kína. T.d. sé aginn helmingi meiri annars staðar en í Hong Kong. Ein stelpnanna á frænku sem býr annars staðar í Kína sem hún fór einu sinni að heimsækja og sagðist ekki geta hugsað sér að búa þar vegna þess að þar máttu varla fara út úr húsi nema með sérstöku leyfi. Þar gera krakkar ekkert frá 5 ára aldri nema læra, myndir þú vilja það? Missa algjörlega af því að vera bara krakki sem fer í útileiki og svoleiðis án þess að hafa sérstakar áhyggjur af námi þínu.
Og þetta með að velja ranga braut getur haft veruleg áhrif vegna þess að ef þú velur t.d. félagsfræðibraut 13 ára og getur ekki breytt því síðar þá kemstu ekki inn í viðskiptafræði eða eðlisfræði, tölvunarfræði o.s.frv.
Þetta er allavega það sem ég hef lesið og heyrt frá þeim Kínverjum sem ég var með úti í sumar (og treysti ég því eiginlega alveg að þeir kunni á kerfið sitt).
Ekki fyrir það að ég var alltaf mjög pirruð á því að ég var alltaf mjög pirruð þegar ég var yngri á því að vera ekki að læra neitt af viti þegar ég var yngri en sé núna að ég er ekkert á eftir jafnöldrum mínum annars staðar í heiminum en nýt hins vegar MIKLU meira frelsis!!! Þetta er líka allt að breytast mjög mikið á Íslandi og nýja námsskráin leyfir börnum t.d. að útskrifast fyrr bæði úr grunnskóla og framhaldsskóla og margt fleira í slíkum dúr sem auðvitað er allt til bóta :) Einnig er nýtt verkefni í gangi nú í Reykjavík þar sem fyrirtæki styrkja u.þ.b. 70 krakka í skólum þar í bæ til sérstakra verkefna o.fl. við þeirra hæfi þar sem þau eru talin skara fram úr. Krakkarnir höfðu frumkvæði að þessu sjálf og ætla meira að segja að mæta á laugardögum, að mér skilst (grunnskólakrakkar). Það á auðvitað eftir að sýna sig síðar hvort svona gengur eða ekki en ef svo er þá er það auðvitað mikil hvatning til að leyfa börnum meira að skara fram úr.
Þó svo að útsendarar komi ekki í hverri viku frá Bandarískum háskólum til að reyna að fá okkur til að koma í skólann sinn þá getum við farið þangað ef við viljum og þeir meta m.a. mjög mikils vinnureynslu okkar sem flestar aðrar þjóðir hafa ekki (flestir hafa aldrei gert neitt nema læra um tvítugsaldurinn).
Og hvað finnst þér um að börn allt niður í 10 ára aldurinn séu farin að fremja sjálfsmorð vegna einkunna?
0