Veistu að ég bara skil ekki af hverju meirihluti hugara styðja sjálfstæðisflokkinn. Þetta er lang flest ungt fólk hérna er það ekki? Nemar? Af hverju eru svona margir að styðja sjálfstæðisflokkinn það er svo óhagstætt fyrir ungt fólk.
1. Þeir eru t.d að hækka skólagjöldin í laumi allstaðar. Sem þýðir að fólk þarf að taka meiri námslán. Það er líka erfiðara að borga þau þegar sjálfstæðisflokkurinn er í stjórn. Það er líka þeir með framsókn sem styðja samræmd próf í framhaldskólum sem margir eru svo pirraðir yfir.
Frjálslyndir vilja hins vegar afnema öll skólagjöld hjá öllum ríkisreknum skólum. Sem um leið gerir það að verkum að fólk þarf að taka minni námslán þeir vilja líka hafa það auðveldara að geta borgað námslán. Þeir eru líka á móti samræmdum prófum í framhaldskólum.
2. Sjálfstæðismenn vilja lækka skattprósentuna á tekjusköttum. Það er mun betra fyrir ríkt fólk heldur enn fátækt fólk vegna þess að þeir sem fá hærri tekjur fá meiri afslátt frá tekjuskatti með krónum talið heldur enn fátæki maðurinn.
Frjálslyndir vilja hins vegar hækka persónuafsláttinn hjá öllum um 10000 krónur sem þýðir að það er mikið meiri jöfnuður hjá öllum það fá allir 10000 krónur meira.
3. Með kvótakerfinu eins og er kemst ekkert ungt fólk útá sjó sem vilja vegna þess að það er í rauninni búið að loka þessarri atvinnugrein vegna þess að fólkið fær ekki kvóta. Það er samt ein leið það er að leigja einhvern kvóta á okurverði. Þegar maður leigir kvóta þarf maður hins vegar að borga svona 4/5 af tekjunum til kvótakóngana sem spóka sig á flórída. Svo fer líka allur kvótinn úr sveitarfélögunum til einhverra fá aðila og sveitarfélögin fara í eyði. Mikið er af brottkasti því að sjómennirnir vilja náttúrulega fá sem mestann pening úr kvótanum sínum.
Dæmi= Bátur er með milljón króna aflaverðmæti í bátnum. Hann er búinn að leigja kvóta af einhverjum kvótakóngi. Hann byrjar á því að borga kvótakónginum 700000 krónur fyrir að hafa leigt kvótann. Síðan borgar hann alla þessa skatta sem eftir eru og eftir stendur 100000 krónur fyrir hann. Þá er hann eftir að borga sjómönnunum laun og reksturinn á bátnum og ýmislegt annað. Kvótakóngurinn getur bara verið að leika sér allt sitt líf. Hann getur t.d verið rekstrarformaður stoke city þótt hann eigi langmestan kvótann í vestmanneyjum.
Frjályndir vilja hins vega breyta þessu kvótakerfi í hins betra. Þeir vilja byrja með sóknardagakerfi þar sem eru bara ákveðnir dagar sem hægt er að veiða fisk. Þá eru miðin opin fyrir öllum og líf kemst aftur í byggðirnar. Og þeir einu sem tapa á því eru kvótakóngarnir sem eru hvort eð er það ríkir að öllum eru sama um þá. Ekkert brottkast verður því það er enginn ástæða til þess. Þannig að mikill peningur sparast fyrir Ísland.
Nú spyr ég ykkur af hverju eru svona margir hylltir sjálfstæðisflokknum hérna ég er ekkert að skilja það þetta er skítaflokkur. Ég meina það eru flest allt ungt fólk sem er að pósta hérna á huga er það ekki? Ég vill fá svör!!!!!!