Ég ákvað að senda inn greinarkorn á móti minni betri vitund. Mér er nefnilega afskaplega illa við það að vera dreginn í dilka þó ég hafi tilteknar skoðanir.

Ég bið því þá sem svara að vera nærgætnir - ég er svo viðkvæmur.

Allavega. Mér datt í hug neysluhyggja okkar íslendinga og hvernig hún hefur haft áhrif á okkur hin síðari ár. Ég sjálfur er að berjast á móti straumnum enda búin fá leið á lífsgæðakapphlaupinu.

Ég ætla nú samt ekki að skipta mér af keppni annarra í þessu kapphlaupi.

Nú kynnu margir að ætla að maður væri að verða linari með aldrinum og þá kannski vinstri sinnaðir í leiðinni - það má vel vera, en í komandi kosningum verður að segjast eins og er að ekki er verið að kjósa um neitt nýtt. það er sama fólkið á nær öllum listum og minnsta breytingin er hjá Samfylkingunni sem er sá flokkur sem ég hef minnst álit á og því sé ég enga ástæðu til að kjósa öðruvísi nú en síðast - nema kannski vegna þess að mér lýst vel á húsnæðismálatillögur framsóknar - en það er annað mál.

Það var einmitt þegar ég var að hugleiða þetta þegar ég kveikti á því að atkvæði greitt framsókn eða sjálfstæðisflokknum væri í rauninni svona 2 fyrir 1 tilboð - nokkuð sem fellur nú alltaf vel í landann.

Þetta hjálpar aðeins til með að skýra línurnar í pólitíkinni og nú ætla ég að útskýra afhverju.

Jú, framsókn og sjálfstæðisflokkurinn hafa núna stjórnað saman í 8 ár og eru sammála um að vel hafi gengið. Þessir flokkar eru líka með nokkuð svipaða stefnuskrá sem er ekki óvenjulegt enda hlýtur svona gott samstarf að leiða af sér líkar skoðanir.

Það verður því að teljast líklegt að atkvæði greitt D eða B lista sé mun líklegra til að skila árangri þar sem stefnumálin eru svipuð heldur atkvæði greitt S, U, eða F sem allir hafa nokkuð ólík stefnumál og vitað mál að þeir þurfa að svíkja eitthvað af kosningarloforðum til að geta náð saman í ríkisstjórn.

Kjósendum stendur nú því sjaldgæft 2 fyrir 1 tilboð til boða þar sem þeir geta aukið áhrif sín til muna með því að kjósa B eða D umfram hina listabókstafina.

Fyrir mína parta þá er þetta afskaplega hagstætt tilboð þegar við bætist að allt er þetta sama liðið sem er í framboði hjá S, U og F og síðustu 10 til 20 árin…. engir ferskir vindar þar.

Það er því um að gera að skoða málefnin hjá B og D sérstaklega og hvort þar sé eitthvað sem maður geti styrkt með atkvæði sínu - þó ekki nema vegna þess að það er líklegra til að úr rætist!