Það er greinilegt að þú veist ekkert um Írland eða evruna. Það vil nú svo til að það er tiltörulega nýbúið að taka upp evru og áður var einigis verslað með hana rafrænt og það kemur ekki inn í gengi gjaldmiðla þeirra ríkja sem voru búin að ákveða að taka hana upp. Það er búið að vera mikill hagvöxtur á Írlandi síðan '94 og hvar var evran þá.
Við munm spara okkur 15 milljarða mér þætti gaman að sjá hvernig þú færð það út. 8 milljarðar er það sem við þurfum að bora minnst óg þó að þú hafir heyrt eitthvað annað þá er það bara ekki rétt og í mati Þór Sturlussonar sérfræðingi í þjóðhagfræði hjá Hagfræðistofnun er þessi tala 8 milljarðar það allra minsta sem við eigum eftir að borga og svo sé vitnað beint í Þór þá segir hann :
“Heildarniðurstaðan er sú að hreint framlag Íslands myndi væntanlega ríflega tvöfaldast við fulla stækkun ESB, eða frá því að vera um 3,7 til 5,6 milljarðar á ári fyrir stækkun í 8,3 til 10,1 milljarða á ári eftir stækkun og þó ekki séu tekin efstu mörk. Hér er auðvitað um gróft mat að ræða en stuðst er við sambærilega útreikninga frá ýmsum ESB löndum, s.s. Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og samtöl við starfsmenn sænska fjármálaráðuneytisins.”
síðar segir hann:
“Þá er einnig rétt að hafa í huga að uppbyggingarstyrkirnir krefjast a.m.k. 50% mótframlags frá aðildaríki sem setur þá tilsvarandi þrýsting á ríkissjóð”
Málið er óskup einfalt það eru margir kostir við ESB en einnig margir gallar. Ég efa það ekki að það eigi eftir að koma mörgum A-Evrópu ríkjum til góða þar sem þau verða að breyta löggjöf í samræmi við ESB og þar með auka réttindi borgara þar og verða að leyfa frjálsan fluttnig fjármagns um þau. En það eru bara ekki sömu aðstæður á Íslandi til að sækja um aðild og ESS nægir okkur fullkomlega.
talandi um VLF þá er hún í ESB-15 ríkjunum 22504 € á mann en á Íslandi er það 31566 € á mann.
Hagvöxtur í ESB-15 er 2,4% en á Íslandi er hann 3,6% og verðbólga í ESB-15 er 8,6% en 2,8% á Íslandi.
og í skýrslu OECD um hvar sé best að búa miða við hagvöxt, kaupmátt, atvinnuöryggi og almenn borgararéttindi(hversu sterkur réttur fóks er gagnvart ríkisvaldinu) er Ísland í 5 sæti og það eru bara tvö lönd í ESB sem eru í topp 10 Íralnd og Danmörk bæði fyrir neðan Ísland.
“Tölvunarfræðingurinn ég er amk ekki að fá vinnu heima, þannig að ég held mig niðrí evrópu eftir nám.” komon hélstu virkilega að þú fengir vinnu sem tölvunarfræðingur það liggur við að það séu 10000 mans í þessu hérna heima ég meina ég fór í hagfræði vegna þess að það eru allir að fara í viðskiptafræði og því ekki miklar líkur á að fá vinnu sem slíkur það er bara takmarkað hvað markaðurinn getur tekið við af fólki með ákveðna menntun.
ég var að meina að landið væri sexy fyrir fjárfesta og fyrirtæki í dag útaf stöðuleika, fyrirtækjunum væri nokk sama þótt þau væru að borga lítið í skatt ef stöðugur gjaldmiðill og aðgengi að innri markaði ESB væri ekki til staðar (sem er einmitt það sem zabo boðar hér)
Írland byggði upp menntakerfið sitt og styrkti stoðir atvinnulífs sins með uppbyggingarstyrkjunum. Það þarf hámenntað starfsfólk til að vinna hátæknistörf.
Meðaltöl breytast ekkert þótt við göngum í ESB, t.d. er fáranlegt að reyna halda því framm að atvinnuleysi muni aukast hér á íslandi við inngöngu í ESB.. með sömu rökum get ég sagt að meðalhiti á íslandi hækki við inngöngu í ESB.
Þessi 15miljarða tala var fengið frá hagfræðingum samtaða iðnaðarins, og nefndum sem hafa farið yfir hver sparnaður okkar væri við að taka upp evruna. Enda hafa samtök iðnaðarins sem eru stærstu samtök atvinnurekenda á íslandi grenjað yfir því að vera ekki með stöðugan gjaldmiðil. Við þurfum engar skattalækkanir, við þurfum stöðuleika.
Ég fór í tölvunarfræði vegna áhuga, ekki vegna þess að ég er að hugsa um peninga eða örugga vinnu. Ég öfunda fólkið ekkert sem velur sér nám útfrá fégræðgi, því það sést ágætlega á mörgum þeim sem eru að læra tölvunarfræði að þeir hefðu betur átt að eyða tíma sínum í annað.. ef það verður ekki vinna fyrir mig að loknu mastersnámi, þá bý ég hana bara til fyrir mig, og það í landi sem er ekki með himinháa vexti og gjaldmiðil sem sveiflast með þorskverði.
0
Í fyrstalagi þá var þá var uppbygging hafin á Írlandi áður en ESB fór að veita þeim styrki. Þú ættir kannski að kynna þér málefni Írlands betur en þeir eru núna að kvarta yfir því að ESB vill hafa ákveðna stefnu í skattamálum sem þýðir að þeir þurfa að hækka skatta á fyrirtæki og strax við umræðuna um að hækka skatta eru fyrirtæki farin að sýna á sér fararsnið.
Það að hafa stöðuleika er mikilvægt enda hefur það sýnt sig að sá stöðuleikinn sem ríkir á Íslandi hefur komið einstaklingum og fyrirtækjum mjög vel hér. Stöðuleiki er ekki bundinn við ESB heldur hvernig hvert og eitt ríki eru að standa sig í efnahagsmálum það eru til dæmis ríki í ESB þar sem ekki er neinn gífurlegur stöðuleiki t.d. á spáni og undanfarið í þýskalandi.
Ég ætla að taka fyrir þig eitt dæmi. Ef Ísland tekur upp evruna þá munu viðskiptahalli hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður ekki hafa nein sérstök áhrif þar sem við erum svo lítill hluti af heildinni. En ef land eins og Þýskaland eða Frakkland hafa neikvæðan halla þá getur það haf alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar verðbólgu og þá stöðuleika. Við slíkar aðstæður getum við ekkert gert og þær geta haft mikil áhrif hér á sölu okkar til svæða utan ESB. Fyrirtæki gætu jafnvel farið á hausin eða þurft að segja upp miklum fjölda starfsmanna. Ef við höfum okkar eiginn gjaldmiðil þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af öðrum en okkur sjálfum það var hér skemmtileg ráðstefna sem bar undirskriftina “kreppan sem aldrei kom” þar var fjallað um hvernig stjórnvöldum tókst að komast hjá þeirri efnahagslægð sem enn ríkir í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Svíþjóð.
“himinháa vexti og gjaldmiðil sem sveiflast með þorskverði.”
Gjaldmiðlinum var sleppt og því er hann í samræmi við markaði en ekki fastur eins og hann var áður og oft færður með fiskverði í gamladaga. Hvað varðar vexti þá eru þeir ekki mikið lægri í Evrópu þeir eru reyndar lægri en ef þú ert tildæmis að vinna sjálfstætt þ.e ehf-a þig þá borgaru miklu lægri skatta hér.
“Ég öfunda fólkið ekkert sem velur sér nám útfrá fégræðgi” ég átti ekki við það ef þú hefur misskilið mig. hins vegar finnst mér svo sem allt í lagi að fólk hugsi aðeins um hvað það er að fara út í ég valdi t.d. hagfræðina því ég get unnið við það sama og viðskiptafræðingar nem ég er með meiri menntun og meiri möguleika á að fá vinnu. En það er kannski ekki sambærilegt og með tölvufræðina annars ef menn eru góðir í því sem þeir eru að gera og klári þá held ég að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur um að fá vinnu.
0