Stærsti opni kosningarfundur fyrir þingkosningar Viska félag stúdenta við Háskólann í Reykjavík og Viðskiptaþing Háskólans í Reykjavík kynna: Stærsta opna kosningarfund fyrir þingkosningar 2003.
Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík (Ofanleiti 2) á morgun þriðjudag milli 14:00 og 16:00 og eru allir velkomnir að mæta.

Málsvarar flokkanna verða ekki af verri endanum:

Geir H. Haarde fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Guðjón A. Kristjánsson fyrir Frjálslyndaflokkinn
Halldór Ásgrímsson fyrir Framsóknarflokkinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna
Ögmundur Jónasson fyrir Vinstri hreyfinguna, grænt framboð og
Jón Magnússon fyrir Nýtt Afl


Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu mun stýra fundinum og er dagskrá fundarins eftirfarandi:

14:00 Ávarp frá HR
14:10 Framsaga flokkana (4-5 mínútur á hvern stjórnmálaflokk)
14:40 Umræða byrjar
Menntamál
Atvinnumál
Skattamál
Utanríkismál
16:00 Fundi slitið

Ljóst er að þetta er stærsti og eini opni kosningafundurinn sem haldinn verður fyrir kosningarnar og því er um að ræða glæst framtak stúdenta við Háskólann í Reykjavík. Það er kominn tími til að ungt fólk fái að ræða við frambjóðendur flokkanna í eigin persónu og sjá þá mætast fyrir opnum tjöldum í pallborðsumræðum.

Unga fólkið er framtíðin og því er mikilvægt að ungmenni tjái skoðanir sínar við fulltrúa stjórnmálaflokkanna og krefji þá um svör við þeim spurningum sem brenna á vörum þeirra.

Skora ég á alla að mæta og taka þátt. Það er um að gera að láta þá vinna fyrir atkvæðum okkar. Ekki bara kjósa sama flokk og foreldrarnir. Takið ábyrgð og ákvörðun sjálf.

Sjáumst á þriðjudag.

Xavie