Mislukkuð kosningabarátta Samfylkingunnar Það er nokkuð ljóst að Ingibjörg og Össur hafa slegið feilhögg.

Þessi fáranlega kosningabarátta Samfylkingarinnar sem leggur áherslu á það að breyta breytinganna vegna, kjósa Samfylkinguna aðeins vegna þess að það er kona í framboði því það hefur engin kona stjórnað landinu. Ég segi bara eins og Hulda Þórisdóttir hefur áður sagt á www.tikin.is;

“Samfylkingin lítur ef til vill ekki á það sem lið í stjórnun landsins að vera iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra, heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra, forseti Alþingis, borgarstjóri, forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri, alþingismaður, borgarfulltrúi, formaður stjórnmálaflokks, forstjóri stærsta fyrirtækis landsins, forseti hæstaréttar eða forseti Íslands. Öllum þessum stöðum hafa konur gegnt.”

Það er greinilega farið að skila sér þessi óvenjulega herferð Samfylkingarinnar, því fylgið hefur dalað jafnt og þétt síðan auglýsingarnar fóru að birtast, nú síðast í könnum sem IBM gerði fyrir Stöð 2 í dag, en þar var samfylkingin með 28,3% fylgi, komið niður úr yfir 40% fylgi þegar best lét, og núverandi ríkisstjórnir heldur meirihluta.

Feilhögg!