Ef ný stjórn tekur við hrynur sérstaða íslands í sjávarútvegi algjörlega!!!
Ég er ágætlega tengdur inn í sjávarútvegsmálinn og umræðan um þau í Kastljósinu í gær og áherslur flokks samfylkingarinnar eru mér verulegt áhyggjuefni.
Í viðskiptum í sjávarútvegi erlendis hefur Ísland alltaf haft ákveðna sérstöðu. Við getum boðið erlendum aðilum upp á að kaupa af okkur vöru til margra ára. Við getum gert við þá langtíma samninga!!! Þetta er það sem kvótakerfið er að bjóða okkur upp á. Ef vinnsla í landi er háð því að kaupa hráefni af mörkuðum hefur hún enga tryggingu fyrir því að fá hráefnið á raunsæu verði og á réttum tíma. Þar af leiðandi verður það stóru sjávarútvegsfyrirtækjum okkar ómögulegt að gera þessa langtíma samninga sem eru að skila þessum miklu peningum til þjóðfélagsins.
Þessir langtíma samningar eru forsenda fyrirtækjana til að geta keypt ný tæki í vinnsluna. Þau þurfa að vita fyrir víst að á næstu árum nái þau x miklum peningum í hendurnar sem gera þeim kleyft að borga fyrir tækin.
Það sem hér fer á eftir kom að miklu leyti fram í Kastljósinu í gær.
Að ætla sér að taka 5% af kvóta kvótaeigenda á hverju ári til að ná kvótanum aftur inn svo hægt sé að dreifa honum jafnt á alla er fáránlegt. Þetta er það sem samfylkingin er að stefna að.
Í upphafi var kvótanum skipt niður í landinu. Sú skipting var ekki allveg eðlileg en hún er búin og gerð. Mikill meirihluti af þessum upprunalega kvóta hefur skipt um hendur. Eigendur skipa seldu húsin sín eða aðrar eignir til að eignast kvóta. Og nú ætlar samfylkingin sér að mynda ríkisstjórn og hirða kvótann af þessu fólki.
Nýtum fiskistofnanna eins vel og hægt er. Viðhöldum þeim með reglubundnu eftirliti á veiðum. Náum eins miklum fjármunum úr auðlynd okkar hafinu á meðan við getum án þess að laska fiskistofnanna. Við höfum enga vissu fyrir því að fiskur muni alltaf verða jafn verðmætur og hann er í dag. Við þurfum að fá sem mesta peninga inn í þjóðfélagið til þess að geta skapað góðann jarðveg fyrir aðrar atvinnugreinar. Við breytum ekki gerðum hlutum. Það flytur enginn austur á land af því að þar er kominn meiri kvóti. Við verðum að skapa þar nýja atvinnu hætti og gera fjarðarbyggð að stærra byggðarfélagi sem ekki er númer 1, 2 og 3 háð fiskveiðum.
Takk fyrir!