Laufey, staða karla er líka skítt í Eþíópíu, Sádi-Arabíu og Íran. Reyndar fleiri löndum líka. Ég veit ekki útfrá afstæði hvort konur í þessum löndum hafi það eitthvað mikið verr hlutfallslega miða við karlana en konur gagnvart körlum á Íslandi.
Í sjálfu sér eru ákveðin gæði sem konur hafa haft fram yfir karla og öfugt. Þetta flækir jafnréttisbaráttuna á milli kynjanna. Við það að missa ákveðin forréttindi fá karlar í staðin ýmis önnur gæði sem konur höfðu haft einar áður og öfugt. Annað sem er að gerast líka, er að í stað kynjabaráttu leggja sumir áherslu á einstaklingsbaráttu, að ekki eigi að horfa á kyn, heldur einstaklinga. Einnig verðum við að viðurkenna að kynin eða kannski réttara að tala um kynferði hér, eru fleiri en tvö. Þessir kynferðishópar sumir hverjir halda fram sérstökum kynjagildum sem þeir krefjast að hafi jafnan rétt á við hefðbundin kynferðisgildi. Allt þetta gerir kynjaumræðuna flókna og auðvelt að vera að deila út og suður, vegna þess að oft erum við ekki að tala um sama hlutinn.
Persónulega er ég einstaklingshyggjumaður en um leið viðurkenni ég að einstaklingar skipast í hópa sem eru svo djúptækir að flestir vísa til einstaklingseðlis síns þegar þeir reyna að réttlæta afhverju þeir tilheyra frekar öðrum hópi en hinum. Ég viðurkenni þessa félagshópa og gildi þeirra, hlutverk og rétt til tilvistar í samfélaginu. Þess vegna er ég um leið félagshyggjumaður. Ég hef tilhneigingu til að líkja rétti og frelsi félagshópa við rétt og frelsi einstaklinga. Þar gildir það sama, siðferðisgildin eru þau sömu enda eru það einstaklingar sem knýja þau fram. Ég fer þannig fram á jafnan rétt félagshópa á sama hátt og ég fer fram á jafnan rétt einstaklinga.
Þessi afstaða og sýn á mannfélagið er kjarnin í frjálslyndri jafnaðarmennsku. Þess vegna er jafnaðarmennska líka félagshyggja um leið og hún er einstaklingshyggja. Hún er frjálslynd að því leiti að hún virðir rétt einstaklinga og félagshópa að ástunda sérstæði sitt og rækta, svo framalega sem ekki er gengið á hlut annarra. Hún er jafnaðarmennska því hún berst fyrir jöfnum rétti og virðingu einstaklinga og félagshópa. Hún er einstaklingshyggja af því hún virðir rétt einstaklingsins til sjálfræðis, frelsis, jöfnuðar og virðingar. Hún er félagshyggja af því að hún virðir rétt félagshópa til þess sama.
Frjálslynd jafnaðarmennska er líka lýðræðisleg. Hún styður lýðræðisgildi samfélagsins. Þess vegna áttu jafnaðarmenn oft mun meiri samleið með Sjálfstæðismönnun en róttækari félagshyggjufólki á tímum kaldastríðsins. Staða Íslands í alþjóðastjórnmálum var slíkt að við urðum að taka mjög sterka afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. Jafnaðarmenn kusu að skipa sér mjög ákveðið á flokk með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum, gegn alræðis- og ráðstjórnarríkjunum.
Í dag hefur þessi samleið með hægri mönnum algjörlega leystst upp. Má reyndar segja að jafnaðarmenn geta ekki lengur unnið með hægri mönnum vegna vaxandi hernaðarhyggju til hægri. Þetta skýrir hina hörðu afstöðu gegn sjálfstæðisflokknum sem virðist vera að reka hratt til hægri og má jafnvel greina ákveðnar fasískar tilhneigingar hjá flokknum. Það skiptir ekki máli hvort frekar er horft til stjórnarstíls sjálfstæðismanna hvort heldur í landstjórninni eða í ýmsum sveitastjórnum eða til efnahagsstjórnar.
Í efnahagsstjórn stærir sjálfstæðisflokkurinn sig af því að vera flokkur einkareksturs en í raun stendur hann fyrir risavöxnum ríkiskapítalisma. Það er ríkisvaldið sem stendur fyrir stórkostlegum framkvæmdum, sem eru svo risavaxnar að allt hagkerfið fer á annan endan. Svo mikinn að einstaklingsframtakið drukknar. Nánast öll orka hagkerfisins fer í að keyra áfram verkefni sem ríkið hefur stofnað til. Nákvæmlega svona var efnahagsstefna fasistanna í Þýskalandi og Ítalíu.
Já það er dapurlegt að fólk skuli láta blekkja sig með lygum orwelskunnar sem stöðugt er hamrað á af áróðursmaskínum hægri flokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
M.
midgardur
Hættu nú alveg. Til þess að konur fái ákveðin réttindi, þurfa karlmenn að missa einhver? Og öfugt? Þannig að þú trúir að sanngjarnt jafnrétti náist aldrei?
Hvaða gæði hafa konur haft framyfir karla? Þær höfðu fæðingarorlofið, en núna hafa bæði kynin jafnan rétt til orlofs vegna fæðinga, og það gefur konunni meira svigrúm til að auka vinnu sína, vinna yfirvinnuna sem gerir karlmenn að launahærra kyninu og jafna launamuninn.
Karlmenn í þessum löndum mega sína í húð sína. Þeir mega nauðga, og kæra síðan konunna (S-Arabía). Já, grey mennirnir í þessum löndum.
Kynin fleiri en tvö? Ertu þá að tala um tvíkynja? Það er nú svo mikill minnihlutahópur, og tvíkynja fólk hefur “yfirráðandi” kyn, sem það telst til.
Hægristefnan er alls ekki hernaðarleg stefna. Ísland styður ekki USA´vegna þess að þeir eru hægrisinnaðir, heldur vegna þess að bæði hefur USA styrkt okkur rosalega með dvöl hersins hér á landi, og NATO er hernaðarbandalag, BANDALAG, sem er næstum því klofið vegna Frakka og Þjóðverja (Ekki að þeir séu svo góðhjartaðir - þeir hafa eigin hagsmuna að gæta, Oil for money gæti nú loks hagnast þeim, hvað þá ef Viðskiptabanninu yrði aflétt).
Ég er ekki blekkt né heilaþvegin. Mér þykir leiðinlegt að þú skulir vera svo lokaður á aðrar skoðanir, að þær lhjóti að vera heilaþvottur.
Eyrún
Ps. Þá heiti ég Eyrún ekki Laufey :) Algengur misskilngur samt :)
0
Eyrún:
ég sagði að karlar glötuðu ákveðnum forréttindum, sem geta t.d. hafa falist í því að þeir hafa sjálfkrafa fengið hærri laun en konur. Á þessu er talsverður munur. Forréttindi eru einfaldlega eitthvað sem einstaklingar eða hópar taka sér til að kúga aðra.
Við getum talað um kyn, kynferði og kynhlutverk. Kyn er lífræðilegt, kynferði snýr að sálfræðilegum eða persónulegum þáttum en kynhlutverk er aftur á móti félagslegt og menningalegt. Ef við staðsetjum einstaklinga á þessa þætti kemur í ljós að kynjabarátta er flóknari en svo að við getum bara talað um tvö “kyn”. Réttindabarátta homma og lesbía er t.d. hluti af kynjabaráttunni. Þetta er barátta félagshópa fyrir jafnri stöðu sinni. Ég er að benda þetta til að sýna að kynjabarátta er bæði margslungin og að hún er ekki einstaklingsbarátta, hún er fyrst og fremst barátta félagshópa.
Sumum einstaklingum vegnar vel og þurfa þannig ekki nauðsynlega að berjast fyrir réttindinum sínum, þótt þeir tilheyra ákveðnum hópi. Á einstaklingsgrunni hafa þeir sömu gæði og réttindi og þeir sem tilheyra forréttindahópnum.
Sem félagshyggjumaður, sem aðhyllist jöfnuð þá vil ég berjast fyrir jöfnum réttindum félagshópa líka. Það má vera að einstaka konur, sem einstaklingar, hafa náð jöfnum réttindum á við karla. En sem félagshópur virðast karlar hafa ýmis forréttindi fram yfir félagshópinn konur.
Þessi afstaða er grundvallarmunur á þeim sem aðhyllast hreina einstaklingahyggju og þeirra sem aðhyllast félagshyggju að einhverju leiti. Hrein einstaklingshyggja er í raun alltaf forréttinda- og sérréttindahyggja, því sá sem berst bara fyrir eigin hag er að berjast fyrir því að öðlast eitthvað fram yfir hina. Slíkur einstaklingur þarf jafnvel að hafa misréttindi mjög sýnileg í samfélaginu, því þau sýna honum að barátta hans er möguleg. Hann getur komist í sérréttindahópinn, hann getur orðið einn af fáum.
Félagshyggjumaðurinn fer aðra leið. Hann berst fyrir velferðaríkinu og skilgreinir það eins og réttaríkið. Þ.e. velferðaríkið stendur “blint” vörð um grundvallar velferð einstaklinga þ.e. jafnan rétti þeirra til að rækta hæfileika sína, jafnan rétt þeirra til heilsu og jafnan rétt þeirra til félagslegs öryggis og gæða.
Á sama hátt stendur réttarríkið blint vörð um önnur mikilvæg réttindi einstaklinga gagnvart lögum.
Þegar ég segi að hægri stefna stefni í átt að hernaðarhyggju þá er það einfaldlega ábending um það að skv. frjálshyggju er nánast eina hlutverk ríkisins að halda uppi her til að verja hagsmuni ríkisins. Þetta er bara stjórnmálafræðileg staðreynd sem byggist á pólitísku atferli hægri flokka.
M.
0