Ég hef áður rætt um þá óheillaþróun sem ég tel að eigi sér stað í íslenskum sjávarútvegi þar sem skipastóll landsmanna hefur stækkað og stækkað frá tilkomu kvótakerfis í sjávarútvegi þar sem vitundarleysi um umgengni við þá auðlind sem hafið er,
er algjört.
Þrátt fyrir vitund núverandi stjórnvalda um annmarka þessa kerfis svo sem verðmætasóun er felst í þvi að fiski sem ekki telst nægilega verðmæt eining er hent aftur í sjóinn, hafa þeir hinir sömu ekki öll þessi ár verið þess umkomnir að taka mark á þeim er best til þekkja sem eru þeir er starfa við sjávarútveg.
Svo er nú komið að kílóverð á fiski hér á Íslandi er hærra en tímakaup verkamanns.
Við lýði er kerfi þar sem menn er höfðu þriggja ára veiðireynslu fyrir tveimur áratugum fengu ævarandi umráðarrétt yfir aflaheimildum er þeir hinir sömu hafa síðan fengið frelsi til þess að selja og leigja hæstbjóðanda frá árinu 1992.
Samt sem áður telja menn að “ fiskimiðin séu enn sameign þjóðarinnar ” ?
Svo er ekki og þess vegna þarf að breyta um fiskveiðistjórnun
hér á landi.
með góðri kveðju.
gmaria.