Auglýsing Samfylkingunar
Ég sá eina auglýsingu með Samfylkingunni fyrst í mogganum en síðar sá ég hana í sjónvarpinu og langaði mig að segja mína skoðun á henni.
Í þessari grein er mynd af þeim sem hafa verið forsætisráðherrar frá Hannesi Hafsteini til Davíðs Oddsonar og síðan kemur mynd af Ingibjörgu Sólrúni og skrifað er fyrir ofan ,,Í vor geta orðið tímamót í íslenskri stjörnmálasögu".
Ég fór að hugsa að þessi auglýsing gæti alveg eins verið svona, Alltaf hafa menn verið forsætisráðherrar en nú getið þið kosið samfylkinguna og fengið konu sem forsætisráðherra.
Á ekki kosning að snúast um málefni en ekki um fólkið sem er í flokkunum, á fólk að kjósa samfylkinguna bara vegna Ingibjörgu Sólrúnar. Örugglega á eitthvað fólk eftir að kjósa Samfylkinguna vegna þess það langar að fá einhverja konu í forsætisráðherrastólinn eða aðrir eru þreyttir á núverandi ríkisstjórn og telja eina kostinn til að hún fari burt að kjósa samfylkinguna því í skoðanakönnunum er hún með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur undafarin ár verið eini flokkurinn sem fær alltaf yfir 30 % fylgi í kosningum.
Segið endilega ykkar skoðun á þessari auglýsingu.
Með kveðju Hallat :)