Ég veit ekki alveg hvaðan fólk fær þær hugmyndir að Sjálfstæðisflokkurinn sé hægri flokkur.
Eins og komið var inn í á í öðrum þræði hér fyrir stuttu, þá er flokkurinn ólíkur öllum öðrum frjálslyndum flokkum á vesturlöndum því hann er heimasmíðaður. Nafnið Sjálfstæðis-flokkur er einmitt ein vísbendingin í þá átt.
Flokkurinn stendur ekki fyrir hægri stefnu per se, heldur er hann mjög líkur skandinavísku sósíaldemókrataflokkunum í eðli sínu.
Þannig hafa ríkisumsvif aukist stöðugt í stjórnartíð hans, þrátt fyrir stefnu um annað, ekkert gengur að einkavæða hluti sem skipta máli s.s. ríkisútvarpið eða áfengisverslunina, þrátt fyrir stefnu um annað og nú síðast ver hann tekjutengingu örorkubóta, sem er algerlega andstætt hugmyndum hægrimanna um “frelsi einstaklingsins”. Einnig má benda á skattahækkunina um áramótin, (sem er andstæð markmiðum flokksins, en hann boðar alltaf skattalækkanir í kosningabaráttum sínum) -sem verður að skrifast á ríkisstjórnina, þrátt fyrir að hún hafi komið því svo fyrir að það líti út fyrir að hækkunin sé sveitarfélögunum að kenna.
Málið er að heimasmíðin sem var byggð í kringum sjálfstæðisbaráttuna hefur snúist upp í pólitískt stefnulausa hagsmunagæslu sem allir virðast vera sáttir við.
Nú ef að 40% þjóðarinnar eru sáttir við slíkt, þá er lítið við því að gera fyrir hina. Þannig virkar lýðræðið (nema í Bandaríkjunum).