Þegar svo er komið hjá fámennri þjóð að örfáir aðilar hafi með höndum þau atvinnutækifæri sem bjóðast í aðalatvinnugreinum þjóðarinar í matvælaframleiðslu, þá er illa komið, svo ekki sé minnst á það atriði að þeim hinum sömu hafi verið gefið leyfi til þess að braska með þau hin sömu atvinnutækifæri til sölu og leigu.
Þar er um að ræða heimildir til þess að veiða fisk og að framleiða mjólk en bæði sjávarútvegur og landbúnaður eru kerfi kvóta, þar sem stærstu framleiðendur fengu ævarandi rétt til framleiðni og úthlutunar, í ljósi þriggja ára framleiðslu í magni við upptöku kerfanna.
Í báðum þessum kerfum hefur offjárfesting tröllriðið húsum, í formi tækjakostar, þar sem mörg þúsund tonna skip er eyða stórkostlegu magni af auðlindum jarðar í formi olíu, fiska það sem
hagkvæmast er að hirða en henda hinu í sjóinn.
Í landbúnaði sama uppi á tening þar sem traktorar á við jarðýtur
sem kosta margar milljónir eyða olíu í réttu samræmi við stærð,
hirða hey af túnskikum sem tonnum af tilbúnum áburði hefur verið
hlaðið á til þess að fá eins mikið fóður og hægt er á sem skemmstum tíma.
Olían má ekki hækka nokkurn skapaðan hlut svo ekki fari allt á hausinn.
Matvælaverð til handa neytendum innanlands á fiski og kjöti er afleiðing af aðferðafræði þessari í sinni raunmynd, því það kostar svo mikið að framleiða slíka vöru, með þeim offjárfestingum sem átt hafa sér stað í atvinnugreinunum.
Sjálfbærni atvinnuvega er því ekki hægt að ræða um hér á landi
enn sem komið er því sú þróun hefur ekki verið til umræðu af hálfu
núverandi flokka við stjórnvölinn, þar sem meginumræða um slík mál hefur að miklu leyti verið sú að flokka rusl, án áhorfs um þá eyðslu og sóun sem fyrir hendi er af þeim verðmætum auðlinda okkar til matvælaframleiðslu, sem okkur er ætlað að skila til afkomenda okkar í sama horfi og við tókum við.
Hvorki olía né fiskur í sjónum eru óendanleg og öllu skiptir
hvernig vor skipan mála verður við fæðuöflun varðandi þá hlekki er haldast þurfa í hendur í lífkeðjunni svo sem uppvaxtarskilyrði
fiskistofna á hafsbotni, og umgengni um ræktað land til nytja.
Við VERÐUM að taka upp vistvæna aðferðafræði er felst í smærri einingum er einnig skila samfélaginu mun meiri tekjum heldur en
stórfyrirtæki með offjárfestingar, starfandi á fákeppnismarkaði í fámennissamfélagi, lítils hluta landsmanna til góða í matvælaframleiðsu sem enn er á hrávinnslustigi af hálfu okkar Íslendinga þar sem óunnar afurðir hverfa úr landinu óunnar.
Hér þarf breytta aðferðafræði, takk fyrir !
með góðri kveðju.
gmaria.